Bæði mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Þau skoruðu Andri Lucas Guðjohnsen og Brynjólfur Andersen Willumsson.
Í upphafi seinni hálfleiks fiskaði Kolbeinn Þórðarson vítaspyrnu sem Andri Lucas skoraði úr af öryggi, sitt sjötta mark í tuttugu A-landsleikjum.
Á 58. mínútu jók Brynjólfur muninn í 2-0 með laglegu marki eftir flottan snúning og sendingu Jasons Daða Svanþórssonar. Þetta var fyrsta landsliðsmark Brynjólfs. Fleiri urðu mörkin í leiknum hins vegar ekki og Ísland fagnaði 2-0 sigri.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Næsti leikur íslands er gegn Ísrael í EM-umspili í mars. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM 2024.