„Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. janúar 2024 18:30 Loftmyndir af hrauninu sem varð tveimur húsum í Grindavík að bráð. Tugir pípara fóru inn í bæinn á síðustu tveimur dögum til að yfirfara pípulagnir en þeir forðuðust yfirlýst hættusvæði. Vísir/Björn Steinbekk Pípararar sem yfirfóru hús í Grindavík létu sér ekki nægja að sinna lögnum heldur vökvuðu þeir líka blómin. Grindvíkingur segir gjörninginn hafa fyllt hjarta sitt af gleði. Félag pípulagningameistara sendi tæplega fimmtíu pípara í fyrradag til Grindavíkur til að koma hita á húsin þar og í gær voru þrjátíu pípara til viðbótar sendir. Hús Klöru Bjarnadóttur, Grindvíkings, var eitt húsanna sem pípararnir yfirfóru en hún greindi frá því á Facebook að þeir hefðu ekki bara sinnt lögnum heldur líka blómum fjölskyldunnar. „Hrós dagsins fá allir pípulagningamenn sem eru að störfum inní Grindavík. Við fengum símtal frá pípara þar sem hann nefndi allt sem var gert heima... þeir yfirfóru ofnakerfið, lokuðu fyrir og tóku þrýstinginn af neysluvatninu og settu svo frostlög í klósettið. Ójá, svo vökvuðu þeir öll blómin okkar. Hugulsemin er einstök,“ skrifar hún í færslunni. Vísir hafði samband við Klöru til að forvitnast frekar út í þennan skemmtilega gjörning. Mikil gleði í hjartað Eins og margir aðrir Grindvíkingar fór Klara með lyklana að húsi sínu í Tollhúsið í fyrradag til að pípararnir kæmust inn. Þau hjónin fengu síðan afar skemmtilegt símtal í gær. „Svo var hringt í manninn minn daginn eftir en við vitum ekkert hvaða píparar þetta voru. Þeir þurftu að spyrja manninn minn út í eitthvað og létu hann vita hvað þeir væru búnir að gera og svo enduðu þeir á Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur, vildum bara láta ykkur vita,“ segir Klara í samtali við Vísi. Var þetta ekki gaman að heyra? „Þetta var svo fallega gert og það kom svo mikil gleði í hjartað eftir allt þetta sem búið er að ganga á. Þá fannst mér líka nauðsynlegt að allir myndu vita af þessu hversu mikil góðmennska er þarna úti,“ segir Klara. Fengu hjálp frá dásamlegu fólki Líkt og aðrir Grindvíkingar hefur fjölskylda Klöru þurft að finna sér nýtt heimili eftir að þau yfirgáfu Grindavík. Þau búa núna í Kópavogi eftir að „Eftir að hafa verið á smá flækingi í fimm vikur þá fengum við húsnæði. Dásamlegt fólk sem við þekktum ekki neitt hafði samband við okkur, við megum leigja þarna eins lengi og við viljum þannig að það er mikið öryggi,“ segir Klara. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Blóm Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Félag pípulagningameistara sendi tæplega fimmtíu pípara í fyrradag til Grindavíkur til að koma hita á húsin þar og í gær voru þrjátíu pípara til viðbótar sendir. Hús Klöru Bjarnadóttur, Grindvíkings, var eitt húsanna sem pípararnir yfirfóru en hún greindi frá því á Facebook að þeir hefðu ekki bara sinnt lögnum heldur líka blómum fjölskyldunnar. „Hrós dagsins fá allir pípulagningamenn sem eru að störfum inní Grindavík. Við fengum símtal frá pípara þar sem hann nefndi allt sem var gert heima... þeir yfirfóru ofnakerfið, lokuðu fyrir og tóku þrýstinginn af neysluvatninu og settu svo frostlög í klósettið. Ójá, svo vökvuðu þeir öll blómin okkar. Hugulsemin er einstök,“ skrifar hún í færslunni. Vísir hafði samband við Klöru til að forvitnast frekar út í þennan skemmtilega gjörning. Mikil gleði í hjartað Eins og margir aðrir Grindvíkingar fór Klara með lyklana að húsi sínu í Tollhúsið í fyrradag til að pípararnir kæmust inn. Þau hjónin fengu síðan afar skemmtilegt símtal í gær. „Svo var hringt í manninn minn daginn eftir en við vitum ekkert hvaða píparar þetta voru. Þeir þurftu að spyrja manninn minn út í eitthvað og létu hann vita hvað þeir væru búnir að gera og svo enduðu þeir á Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur, vildum bara láta ykkur vita,“ segir Klara í samtali við Vísi. Var þetta ekki gaman að heyra? „Þetta var svo fallega gert og það kom svo mikil gleði í hjartað eftir allt þetta sem búið er að ganga á. Þá fannst mér líka nauðsynlegt að allir myndu vita af þessu hversu mikil góðmennska er þarna úti,“ segir Klara. Fengu hjálp frá dásamlegu fólki Líkt og aðrir Grindvíkingar hefur fjölskylda Klöru þurft að finna sér nýtt heimili eftir að þau yfirgáfu Grindavík. Þau búa núna í Kópavogi eftir að „Eftir að hafa verið á smá flækingi í fimm vikur þá fengum við húsnæði. Dásamlegt fólk sem við þekktum ekki neitt hafði samband við okkur, við megum leigja þarna eins lengi og við viljum þannig að það er mikið öryggi,“ segir Klara.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Blóm Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50