„Þetta var bara brjálað!“ Stöð 2 19. janúar 2024 13:53 „Ég leik algjöran óþokka í þáttunum sem heitir Ace og býr í smábænum Ennis í Kanada en sá bær er sögusvið þáttanna,“ segir Aron Már Ólafsson sem kom fyrir í fyrsta þætti í fjórðu seríu True Detective á Stöð 2. Hann segir tökur, og raunar verkefnið í heild sinni, hafa verið mikla upplifun. HBO/MICHELE K. SHORT Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2. Stórleikkonan Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í fjórðu seríu þáttanna ásamt Kali Reis og meðal Íslendinga sem fara með hlutverk í þáttunum eru Þráinn Sigvaldason, Jónmundur Grétarsson, Davíð Þór Katrínarson, Þorsteinn Bachmann og Aron Már Ólafsson. „Ég leik algjöran óþokka í þáttunum sem heitir Ace og býr í smábænum Ennis í Kanada en sá bær er sögusvið þáttanna,“ segir Aron Már. „Mér bregður fyrir í þremur senum en þær voru teknar upp á Dalvík, í Hafnarfirði og fyrir utan Mosfellsbæ. Þótt þetta sé aukahlutverk var verkefnið mjög skemmtilegt enda lang stærsta verkefni sem ég hef hingað til tekið þátt í.“ Stórleikkonan Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í fjórðu seríu True Detective. HBO/MICHELE K. SHORT Sögusviðið er sem fyrr segir smábærinn Ennis og er harðgerð vetrartíð skollin á. Átta menn hafa horfið sporlaust frá Tsalal Arctic rannsóknarstöðinni og lögreglukonurnar Liz Danvers (Jodie Foster) og Evangeline Navarro (Kali Reis) sjá um rannsókn málsins. Þær þurfa að grafa upp óhugnaðinn sem leynist undir yfirborði víðfeðms íssins og ásamt því að horfast í augu við myrkrið innra með sér. Tökur fóru að miklu leyti fram hér á Íslandi, meðal annars í Reykjanesbæ, á Dalvík og í Reykjavík. Jóhann G. Jóhannsson leikur verkstjóra í verksmiðjunni. Aron Már liggur á gólfinu eftir gott högg. HBO/MICHELE K. SHORT Aron segir tökur og raunar verkefnið í heild sinni hafa verið mikla upplifun. „Þetta var bara brjálað! Maður sér það helst á þessum litlu hlutum. Ég var til dæmis sóttur á Teslu alla daga og var með einkabílstjóra sem sá algjörlega um mig þann daginn, sama hvort ég var að kíkja til leiklistarþjálfara eða á slagsmálaæfingu.“ Það var því mikið umstang fyrir þetta litla hlutverk. „Ef þetta væri íslenskt verkefni hefði ég bara lært línurnar mínar og mætt slakur á tökustað. Fyrir senurnar mínar var til dæmis kallað á breskan áhættuleikara sem sást kannski bregða fyrir eina sekúndu. Hann var áður með sítt ár en það þurfti auðvitað að senda hann í klippingu svo hann líktist mér meira. Þannig að það var mikið lagt í þessa kannski einu sekúndu á skjánum.“ HBO/MICHELE K. SHORT Aron fór í prufu eins og aðrir leikarar en upphaflega átti hann að leika lítið hlutverk hermanns. „Ég sagði auðvitað strax já enda risavaxið og spennandi verkefni þótt hlutverk hermannsins væri agnarsmátt.“ Aron þurfti að senda inn myndband af sér eins og aðrir leikarar auk helstu upplýsinga um sjálfan sig. „Í kjölfarið fékk ég fyrirspurn um hvort ég hefði áhuga á að koma í prufu fyrir karakter í þáttunum sem ég tók auðvitað fagnandi og þar með breyttist hlutverk mitt úr hermanni í bakgrunni í aukahlutverk í seríunni. Oft fá svona lítil hlutverk ekki nafn í kreditlistanum en ég fékk nafnið Ace þannig að þetta var bara geggjað.“ Aron var aldrei á tökustað með Jodie Foster en lék á móti Kali Reis sem er í einu aðalhlutverki seríunnar. „Hún er fyrrverandi heimsmeistari í boxi í sínum þyngdarflokki og efnileg leikkona sem lék m.a. í kvikmyndinni Black Flies með Sean Penn sem kom út á síðasta ári. Hjólhýsið mitt á tökustað var samt fyrir framan hjólhýsi Jodie Foster og stundum sá ég að það var opið inn til hennar. Ég reyndi í nokkur skipti að fylgjast með hurðinni svo ég gæti jafnvel rekist „óvart“ á hana og tekið stutt spjall en það tókst því miður ekki.“ Kali Reis er í einu aðalhlutverka í fjórðu seríu True Detective. HBO/MICHELE K. SHORT Eins og aðrir landsmenn er Aron spenntur fyrir því að berja seríuna augum á Stöð 2. „Ég er búinn að sjá fyrsta þáttinn í línulegri dagskrá ásamt konunni og líst mjög vel á. Sjálfur þekki ég ekki söguþráðinn ítarlega og enn síður plottið og er því bara mjög spenntur eins og næsti maður. Mér brá aðeins fyrir í þessum fyrsta þætti og svo kem ég aftur fyrir í fjórða þætti held ég.“ Aron er með ýmis járn í eldinum en getur lítið tjáð sig um næstu verkefni að svo stöddu. „Ég vil þó minna landsmenn á hlaðvarpið Ólafssynir í Undralandi sem ég held úti með vini mínum Arnari. Það nýtur sívaxandi vinsælda en við settum það á fót fyrir tveimur árum síðan.“ Tökur á True Detective á Íslandi Hollywood Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt. 13. janúar 2024 08:00 „Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. 10. janúar 2024 14:20 Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. 7. janúar 2024 09:01 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Sjá meira
Stórleikkonan Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í fjórðu seríu þáttanna ásamt Kali Reis og meðal Íslendinga sem fara með hlutverk í þáttunum eru Þráinn Sigvaldason, Jónmundur Grétarsson, Davíð Þór Katrínarson, Þorsteinn Bachmann og Aron Már Ólafsson. „Ég leik algjöran óþokka í þáttunum sem heitir Ace og býr í smábænum Ennis í Kanada en sá bær er sögusvið þáttanna,“ segir Aron Már. „Mér bregður fyrir í þremur senum en þær voru teknar upp á Dalvík, í Hafnarfirði og fyrir utan Mosfellsbæ. Þótt þetta sé aukahlutverk var verkefnið mjög skemmtilegt enda lang stærsta verkefni sem ég hef hingað til tekið þátt í.“ Stórleikkonan Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í fjórðu seríu True Detective. HBO/MICHELE K. SHORT Sögusviðið er sem fyrr segir smábærinn Ennis og er harðgerð vetrartíð skollin á. Átta menn hafa horfið sporlaust frá Tsalal Arctic rannsóknarstöðinni og lögreglukonurnar Liz Danvers (Jodie Foster) og Evangeline Navarro (Kali Reis) sjá um rannsókn málsins. Þær þurfa að grafa upp óhugnaðinn sem leynist undir yfirborði víðfeðms íssins og ásamt því að horfast í augu við myrkrið innra með sér. Tökur fóru að miklu leyti fram hér á Íslandi, meðal annars í Reykjanesbæ, á Dalvík og í Reykjavík. Jóhann G. Jóhannsson leikur verkstjóra í verksmiðjunni. Aron Már liggur á gólfinu eftir gott högg. HBO/MICHELE K. SHORT Aron segir tökur og raunar verkefnið í heild sinni hafa verið mikla upplifun. „Þetta var bara brjálað! Maður sér það helst á þessum litlu hlutum. Ég var til dæmis sóttur á Teslu alla daga og var með einkabílstjóra sem sá algjörlega um mig þann daginn, sama hvort ég var að kíkja til leiklistarþjálfara eða á slagsmálaæfingu.“ Það var því mikið umstang fyrir þetta litla hlutverk. „Ef þetta væri íslenskt verkefni hefði ég bara lært línurnar mínar og mætt slakur á tökustað. Fyrir senurnar mínar var til dæmis kallað á breskan áhættuleikara sem sást kannski bregða fyrir eina sekúndu. Hann var áður með sítt ár en það þurfti auðvitað að senda hann í klippingu svo hann líktist mér meira. Þannig að það var mikið lagt í þessa kannski einu sekúndu á skjánum.“ HBO/MICHELE K. SHORT Aron fór í prufu eins og aðrir leikarar en upphaflega átti hann að leika lítið hlutverk hermanns. „Ég sagði auðvitað strax já enda risavaxið og spennandi verkefni þótt hlutverk hermannsins væri agnarsmátt.“ Aron þurfti að senda inn myndband af sér eins og aðrir leikarar auk helstu upplýsinga um sjálfan sig. „Í kjölfarið fékk ég fyrirspurn um hvort ég hefði áhuga á að koma í prufu fyrir karakter í þáttunum sem ég tók auðvitað fagnandi og þar með breyttist hlutverk mitt úr hermanni í bakgrunni í aukahlutverk í seríunni. Oft fá svona lítil hlutverk ekki nafn í kreditlistanum en ég fékk nafnið Ace þannig að þetta var bara geggjað.“ Aron var aldrei á tökustað með Jodie Foster en lék á móti Kali Reis sem er í einu aðalhlutverki seríunnar. „Hún er fyrrverandi heimsmeistari í boxi í sínum þyngdarflokki og efnileg leikkona sem lék m.a. í kvikmyndinni Black Flies með Sean Penn sem kom út á síðasta ári. Hjólhýsið mitt á tökustað var samt fyrir framan hjólhýsi Jodie Foster og stundum sá ég að það var opið inn til hennar. Ég reyndi í nokkur skipti að fylgjast með hurðinni svo ég gæti jafnvel rekist „óvart“ á hana og tekið stutt spjall en það tókst því miður ekki.“ Kali Reis er í einu aðalhlutverka í fjórðu seríu True Detective. HBO/MICHELE K. SHORT Eins og aðrir landsmenn er Aron spenntur fyrir því að berja seríuna augum á Stöð 2. „Ég er búinn að sjá fyrsta þáttinn í línulegri dagskrá ásamt konunni og líst mjög vel á. Sjálfur þekki ég ekki söguþráðinn ítarlega og enn síður plottið og er því bara mjög spenntur eins og næsti maður. Mér brá aðeins fyrir í þessum fyrsta þætti og svo kem ég aftur fyrir í fjórða þætti held ég.“ Aron er með ýmis járn í eldinum en getur lítið tjáð sig um næstu verkefni að svo stöddu. „Ég vil þó minna landsmenn á hlaðvarpið Ólafssynir í Undralandi sem ég held úti með vini mínum Arnari. Það nýtur sívaxandi vinsælda en við settum það á fót fyrir tveimur árum síðan.“
Tökur á True Detective á Íslandi Hollywood Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt. 13. janúar 2024 08:00 „Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. 10. janúar 2024 14:20 Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. 7. janúar 2024 09:01 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Sjá meira
True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt. 13. janúar 2024 08:00
„Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. 10. janúar 2024 14:20
Sakna allar Íslands: „Reykjavík er hinn fullkomni bær“ Þær Jodie Foster, Kali Reis og Issa Lopez segjast sakna Íslands. Þær vörðu nokkrum mánuðum hér á landi á undanförnum árum við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective. Foster og Reis eru í aðalhlutverkum en Lopez leikstýrði þáttaröðinni, sem ber nafnið Night Country. 7. janúar 2024 09:01