Einstaklingur á göngu með hund sinn kom að barninu í innkaupapokanum. Lögregla telur að viðkomandi hafi líkast til bjargað lífi barnsins með því að halda á því hita á meðan viðbragðsaðilar voru ræstir út.
Barninu varð ekki meint af útiverunni og leit stendur yfir að móðurinni. Simon Crick yfirlögregluþjónn segir hug allra hjá móðurinni og velferð hennar. Hún hafi greinilega gengið í gegnum erfiðan tíma og þurfi á heilbrigðisaðstoð að halda eftir fæðinguna. Sjúkraliðar og sérfræðingar séu tilbúnir að aðstoða.
„Ef þú ert móðir barnsins, þá skaltu vita að barninu heilsast vel og óháð aðstæðum þínum, komdu á næsta sjúkrahús, lögreglustöð eða hringdu á Neyðarlínuna,“ segir Crick.
Þá er almenningur sem telur sig hafa upplýsingar um málið beðinn um að hafa samband við lögreglu.