„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2024 14:33 Einar Þorsteinsson segir samskipti við mótmælendur á Austurvelli hafa verið góð og þeir hafi haft fullan skilning á því að breyta þyrfti afnotaleyfinu. Vísir/Ívar Fannar Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. „Fyrir það fyrsta þá veitir borgin ekki leyfi til mótmæla. Sá réttur er stjórnarskrárbundinn,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. Hópur Palestínumanna og stuðningsfólk þeirra hefur hafst við í tjöldum við Austurvöll síðustu vikur og krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að fjölskyldum þeirra verði hleypt inn í landið á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Í vikunni höfum við borgarstarfsmenn átt góð samtöl við forsvarsmenn mótmælanna,“ segir Einar. „Í góðri samvinnu og sátt við þau takmörkuðum við afnotaleyfi sem þau höfðu sótt um fyrir þetta samkomutjald. Nú er óheimilt að gista þar, önnur tjöld en samkomutjaldið víkja og fánarnir verða með hófsamari hætti. Þá samrýmist þetta lögreglusamþykkt.“ Enginn bragur á að gera Austurvöll að tjaldbúðum Einar segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum átakanna á Gaza. „Þarna eru einstaklingar sem hafa misst fjölskyldu og ástvini og bíða í angist fregna af fólkinu sínu á Gaza. Það er eðlilegt að þau fái að koma sínum málstað á framfæri á Austurvelli, sem er sá staður á Íslandi þar sem fólk alla jafna notar til að koma sínum málstað á framfæri.“ Hinsvegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum svo vikum eða mánuðum skipti. „Við höfum heyrt frá öðrum hópum sem vilja reisa samskonar tjaldbúðir í kjölfar Palestínumannanna. Það er að mínu mati ekki æskileg þróun, því við eigum öll Austurvöll saman. Það eiga allir að hafa aðgengi að honum, bæði með almennum hætti sem einn af okkar höfuðstöðvum hér í miðborginni en líka til vettvangs fyrir mótmæli.“ Ekki tilefni til að svara færslu Bjarna sérstaklega Aðspurður um viðbrögð við umdeildri Facebook færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, segist Einar ekki telja tilefni til að svara færslunni sérstaklega. Mér finnst örla á misskilning hjá honum að telja að borgin sé að veita leyfi til mótmæla. Það er stjórnarskrárbundinn réttur að mótmæla í landinu. „Lögreglunni ber að fylgja lögreglussamþykkt og framfylgja henni. Ég hef ekki orðið var við að Alþingi hafi formlega hreyft við neinum mótmælum, eða hreyft við neinni skoðun formlega, ekki við borgina og ekki við lögregluna. Þessi mótmæli hafa farið friðsamlega fram og lögregla hefur lýst því að þetta hafi gengið vel.“ Burtséð frá afstöðu fólks í deilum Hamas og Ísraela segir Einar að á endanum bitni allt mest á saklausu fólki. „Það þarf að sýna nærgætni þegar kemur að umræðu um þessa hópa.“ Reykjavík Alþingi Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá veitir borgin ekki leyfi til mótmæla. Sá réttur er stjórnarskrárbundinn,“ segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu. Hópur Palestínumanna og stuðningsfólk þeirra hefur hafst við í tjöldum við Austurvöll síðustu vikur og krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að fjölskyldum þeirra verði hleypt inn í landið á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Í vikunni höfum við borgarstarfsmenn átt góð samtöl við forsvarsmenn mótmælanna,“ segir Einar. „Í góðri samvinnu og sátt við þau takmörkuðum við afnotaleyfi sem þau höfðu sótt um fyrir þetta samkomutjald. Nú er óheimilt að gista þar, önnur tjöld en samkomutjaldið víkja og fánarnir verða með hófsamari hætti. Þá samrýmist þetta lögreglusamþykkt.“ Enginn bragur á að gera Austurvöll að tjaldbúðum Einar segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum átakanna á Gaza. „Þarna eru einstaklingar sem hafa misst fjölskyldu og ástvini og bíða í angist fregna af fólkinu sínu á Gaza. Það er eðlilegt að þau fái að koma sínum málstað á framfæri á Austurvelli, sem er sá staður á Íslandi þar sem fólk alla jafna notar til að koma sínum málstað á framfæri.“ Hinsvegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum svo vikum eða mánuðum skipti. „Við höfum heyrt frá öðrum hópum sem vilja reisa samskonar tjaldbúðir í kjölfar Palestínumannanna. Það er að mínu mati ekki æskileg þróun, því við eigum öll Austurvöll saman. Það eiga allir að hafa aðgengi að honum, bæði með almennum hætti sem einn af okkar höfuðstöðvum hér í miðborginni en líka til vettvangs fyrir mótmæli.“ Ekki tilefni til að svara færslu Bjarna sérstaklega Aðspurður um viðbrögð við umdeildri Facebook færslu Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, segist Einar ekki telja tilefni til að svara færslunni sérstaklega. Mér finnst örla á misskilning hjá honum að telja að borgin sé að veita leyfi til mótmæla. Það er stjórnarskrárbundinn réttur að mótmæla í landinu. „Lögreglunni ber að fylgja lögreglussamþykkt og framfylgja henni. Ég hef ekki orðið var við að Alþingi hafi formlega hreyft við neinum mótmælum, eða hreyft við neinni skoðun formlega, ekki við borgina og ekki við lögregluna. Þessi mótmæli hafa farið friðsamlega fram og lögregla hefur lýst því að þetta hafi gengið vel.“ Burtséð frá afstöðu fólks í deilum Hamas og Ísraela segir Einar að á endanum bitni allt mest á saklausu fólki. „Það þarf að sýna nærgætni þegar kemur að umræðu um þessa hópa.“
Reykjavík Alþingi Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira