Þau áttu að fá greiddar þúsund evrur fyrir að taka við efnunum, en það jafngildir um það bil 150 þúsund krónum, en samkvæmt ákæru var styrkleiki efnanna 62 til 64 prósent.
Efnin voru flutt til landsins frá Þýskalandi í hliðum pappakassa sem innihélt vínylplötur og heyrnartól. Kassinn kom til landsins í október á síðasta ári, en lögreglan lagði hald á sendinguna og fjarlægði efnin úr henni.
Það var seinna í sama mánuði sem konan mætti í pósthús við Síðumúla í Reykjavík og ætlaði að sækja pakkann, en hann var stílaður á karlinn. Hún veitti pakkanum ekki viðtöku og sagði starfsmanni að annar einstaklingur myndi sækja hann.
Í ákæru segir að á meðan hafi maðurinn staðið fyrir utan pósthúsið og fylgt konunni fast á eftir þegar hún gekk þaðan út. Þau hafi sameinast við Suðurlandsbraut og gengið í miðbæ Reykjavíkur, þar sem lögregla handtók þau, við Sólvallagötu.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, en sækjandi krefst þess að þau verði dæmd til refsingar og að fíkniefnin, sem og farsímar sakborninganna verði gerðir upptækir.