Gengur vel að aðstoða fólk með fíknisjúkdóm í apótekinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2024 13:40 Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, vill að skaðaminnkandi þjónusta verði tekin upp á landsvísu. Víkurfréttir Tugir hafa nýtt sér skaðaminnkandi þjónustu í Reykjanesapóteki þar sem fólki er bæði hjálpað við að draga úr neyslu og veitt aðstoð í viðhaldsmeðferð. Lyfjafræðingur segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun og vill að það verði tekið upp á landsvísu. Fyrir tæpum tveimur árum veitti heilbrigðisráðuneytið Reykjanesapóteki styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem nefnist Lyfjastoð og miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónustan er að norskri fyrirmynd en Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi apóteksins, bjó og starfaði í Noregi um árabil. Í þjónustunni felst að fólk getur fengið leiðbeiningar um inntöku á áhættulyfjum og þá einnig um niðurtröppun ávanabindandi lyfja líkt og ópíóíða. „Stundum er það þannig að einstaklingur kemur inn og hefur áhyggjur af því að vera taka of mikið af verkjalyfjum og óskar þess innilega að vera að taka minna. Hann biður okkur þá um að gera tillögu að niðurtröppunarskema sem við gerum í samvinnu við lækni og gerum þá samkomulag sem fólk fer eftir og kemur síðan daglega og fær skammtinn sinn,“ segir Sigríður. „Við reiknum með að fólk hætti á lyfjunum en það er allt í lagi að trappa sig hægt niður og ná einhverjum viðhaldsskammti ef það hentar betur. Þannig við þurfum að vera opin fyrir því.“ Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki. Þar geta viðskiptavinir fengið aðstoð vegna ýmissa lyfja og einnig í sambandi við fíkni- og ávanalyf.vísir/Egill Tugir hafa nýtt sér úrræðið og Sigríður vill sjá fyrirkomulagið á landsvísu. „Það er of mikið álag á til dæmis Vog og meðferðarstofanir í dag. Fjöldinn sem þarf aðstoð er miklu meiri en þjónustan býður upp á og við þurfum að koma þessu í gang með fagfólki og teymisvinu. Við verðum að hjálpast að og horfa á sjúklingana með virðingu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að öll apótek séu með viðtalsherbergi þar sem hægt sé að taka inn lyf óski fólk þess. Þjónustuna þurfi að veita í samstarfi við teymi sérfræðinga; lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga. „Og svo þarf að vera húsnæðisúrræði fyrir einstaklingana og þannig er það gert í Noregi. Ég myndi vilja sjá að við lítum til reynslu þeirra og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu.“ Sigríður mun fjalla um úrræðið á fræðslufundi lyfjafræðinga um skaðaminnkandi meðferð í kvöld. Ljóst er að áhuginn á málefninu er mikill en uppselt er á viðburðinn þar sem fjallað verður um úrræði og úrræðaleysi í viðhaldsmeðferð. Talsverð umræða hefur verið um ávísanir á sterkum verkjalyfjum en læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sem hefur talað opinskátt um ávísanir til fólks með fíknisjúkdóm var nýverið sviptur réttinum til að ávísa lyfjum. Sigríður segir verkefnið í Reykjanesapóteki hafa verið unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en að fólk sem hafi fengið ávísuð lyf hjá öðrum læknum hafi einnig leitað til þeirra. „Það er nú aðalatriðið að við grípum fólkið okkar. Einstaklingarnir eru sjúklingar og við þurfum að huga að réttindum þeirra og meðhöndla sjúkdóminn,“ segir Sigríður Pálína. Fíkn Lyf Reykjanesbær Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur árum veitti heilbrigðisráðuneytið Reykjanesapóteki styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem nefnist Lyfjastoð og miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónustan er að norskri fyrirmynd en Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi apóteksins, bjó og starfaði í Noregi um árabil. Í þjónustunni felst að fólk getur fengið leiðbeiningar um inntöku á áhættulyfjum og þá einnig um niðurtröppun ávanabindandi lyfja líkt og ópíóíða. „Stundum er það þannig að einstaklingur kemur inn og hefur áhyggjur af því að vera taka of mikið af verkjalyfjum og óskar þess innilega að vera að taka minna. Hann biður okkur þá um að gera tillögu að niðurtröppunarskema sem við gerum í samvinnu við lækni og gerum þá samkomulag sem fólk fer eftir og kemur síðan daglega og fær skammtinn sinn,“ segir Sigríður. „Við reiknum með að fólk hætti á lyfjunum en það er allt í lagi að trappa sig hægt niður og ná einhverjum viðhaldsskammti ef það hentar betur. Þannig við þurfum að vera opin fyrir því.“ Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki. Þar geta viðskiptavinir fengið aðstoð vegna ýmissa lyfja og einnig í sambandi við fíkni- og ávanalyf.vísir/Egill Tugir hafa nýtt sér úrræðið og Sigríður vill sjá fyrirkomulagið á landsvísu. „Það er of mikið álag á til dæmis Vog og meðferðarstofanir í dag. Fjöldinn sem þarf aðstoð er miklu meiri en þjónustan býður upp á og við þurfum að koma þessu í gang með fagfólki og teymisvinu. Við verðum að hjálpast að og horfa á sjúklingana með virðingu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að öll apótek séu með viðtalsherbergi þar sem hægt sé að taka inn lyf óski fólk þess. Þjónustuna þurfi að veita í samstarfi við teymi sérfræðinga; lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga. „Og svo þarf að vera húsnæðisúrræði fyrir einstaklingana og þannig er það gert í Noregi. Ég myndi vilja sjá að við lítum til reynslu þeirra og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu.“ Sigríður mun fjalla um úrræðið á fræðslufundi lyfjafræðinga um skaðaminnkandi meðferð í kvöld. Ljóst er að áhuginn á málefninu er mikill en uppselt er á viðburðinn þar sem fjallað verður um úrræði og úrræðaleysi í viðhaldsmeðferð. Talsverð umræða hefur verið um ávísanir á sterkum verkjalyfjum en læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sem hefur talað opinskátt um ávísanir til fólks með fíknisjúkdóm var nýverið sviptur réttinum til að ávísa lyfjum. Sigríður segir verkefnið í Reykjanesapóteki hafa verið unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en að fólk sem hafi fengið ávísuð lyf hjá öðrum læknum hafi einnig leitað til þeirra. „Það er nú aðalatriðið að við grípum fólkið okkar. Einstaklingarnir eru sjúklingar og við þurfum að huga að réttindum þeirra og meðhöndla sjúkdóminn,“ segir Sigríður Pálína.
Fíkn Lyf Reykjanesbær Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira