Fyrstir með afglæpavæðingu en draga nú í land Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 14:31 Neysluskammtar fíkniefna verða mögulega aftur refsiverðir í Oregon í lok árs. AP/Dave Killen Þingmenn á ríkisþingi Oregon í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp þar sem fyrri lög ríkisins varðandi afglæpavæðingu fíkniefnanotkunar eru felld úr gildi. Oregon var fyrsta ríki Bandaríkjanna til að taka stór skref í afglæpavæðingu en viðhorf íbúa ríkisins hefur tekið miklum breytingum samhliða mikilli fíkniefnanotkun á almannafæri og umfangsmikilli notkun fentanyls. Frumvarpið mun gera vörslu lítils magns af fíkniefnum aftur að minniháttar afbrotum og gera lögregluþjónum kleift að leggja hald á fíkniefni og stöðva notkun þeirra á almannafæri eins og á gangstéttum og í almenningsgörðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni á frumvarpið einnig að gera yfirvöldum auðveldara að lögsækja fíkniefnasala, auðvelda aðgengi fólks að lyfjum sem hjálpa við fíkn og hjálpa fólki í afvötnun við að finna húsnæði. Fréttaveitan hefur eftir einum þingmannanna að um málamiðlun sé að ræða. Þetta sé besta leiðin til að tryggja öryggi fólks og halda áfram að bjarga mannslífum. Kjósendur í Oregon samþykktu með 58 prósenta stuðningi árið 2020 umfangsmikla afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í ríkinu. Síðan þá hefur dauðsföllum vegna ofstórra skammta fjölgað gífurlega og pólitískur þrýstingur á meirihluta Demókrata í ríkinu aukist mjög. Segja handtökur aldrei hafa virkað Rannsakendur segja enn of snemmt að segja til um hvort kenna megi afglæpavæðingunni um fjölgun dauðsfalla í Oregon og aðrir gagnrýndur nýja frumvarpsins segja það aldrei hafa virkað að handtaka fólk fyrir neyslu. Frumvarpið felur í sér að fólk sem er handtekið með neysluskammta á að fá tækifæri til að sleppa við lögsókn með því að hitta meðferðarfulltrúa. Verði fólk dæmt fyrir vörslu neysluskammta á það að geta afmáð það af sakaskrá sinni með tiltölulega auðveldum hætti, samkvæmt frétt ríkisútvarps Oregon. Þar er þó haft eftir Repúblikönum á ríkisþinginu að frumvarpið gangi ekki nægilega langt í að fella afglæpavæðingu úr gildi. Samtök lögregluþjóna og saksóknara hafa einnig slegið á svipaða strengi. Héraðssaksóknarar Oregon segja að varsla neysluskammta eigi að vera refsiverð með allt að árs fangelsisvist. Það sé eina leiðin til að fá fólk til að leita sér aðstoðar. Bandaríkin Fíkn Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Frumvarpið mun gera vörslu lítils magns af fíkniefnum aftur að minniháttar afbrotum og gera lögregluþjónum kleift að leggja hald á fíkniefni og stöðva notkun þeirra á almannafæri eins og á gangstéttum og í almenningsgörðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni á frumvarpið einnig að gera yfirvöldum auðveldara að lögsækja fíkniefnasala, auðvelda aðgengi fólks að lyfjum sem hjálpa við fíkn og hjálpa fólki í afvötnun við að finna húsnæði. Fréttaveitan hefur eftir einum þingmannanna að um málamiðlun sé að ræða. Þetta sé besta leiðin til að tryggja öryggi fólks og halda áfram að bjarga mannslífum. Kjósendur í Oregon samþykktu með 58 prósenta stuðningi árið 2020 umfangsmikla afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í ríkinu. Síðan þá hefur dauðsföllum vegna ofstórra skammta fjölgað gífurlega og pólitískur þrýstingur á meirihluta Demókrata í ríkinu aukist mjög. Segja handtökur aldrei hafa virkað Rannsakendur segja enn of snemmt að segja til um hvort kenna megi afglæpavæðingunni um fjölgun dauðsfalla í Oregon og aðrir gagnrýndur nýja frumvarpsins segja það aldrei hafa virkað að handtaka fólk fyrir neyslu. Frumvarpið felur í sér að fólk sem er handtekið með neysluskammta á að fá tækifæri til að sleppa við lögsókn með því að hitta meðferðarfulltrúa. Verði fólk dæmt fyrir vörslu neysluskammta á það að geta afmáð það af sakaskrá sinni með tiltölulega auðveldum hætti, samkvæmt frétt ríkisútvarps Oregon. Þar er þó haft eftir Repúblikönum á ríkisþinginu að frumvarpið gangi ekki nægilega langt í að fella afglæpavæðingu úr gildi. Samtök lögregluþjóna og saksóknara hafa einnig slegið á svipaða strengi. Héraðssaksóknarar Oregon segja að varsla neysluskammta eigi að vera refsiverð með allt að árs fangelsisvist. Það sé eina leiðin til að fá fólk til að leita sér aðstoðar.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira