Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 07:10 Mikill fjöldi mótmælti fyrir utan dómstólinn á meðan Ísraelar svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna. Vísir/EPA Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. Þrátt fyrir að niðurstöðu í málinu sé líklega ekki að vænta fyrr en eftir mörg ár um ásakanir Suður-Afríkumanna í garð Ísrael um þjóðarmorð á Gasa gæti dómstóllinn í dag fyrirskipað Ísrael að láta af hernaði sínum á Gasa, sem neyðarráðstöfun. Suður-Afríka óskaði þess að dómstóllinn úrskurðaði sérstaklega um slíkar neyðarráðstafanir, á meðan ásakanir þeirra um þjóðarmorð eru teknar fyrir, til að vernda Palestínumenn á Gasa. Fulltrúar Ísrael svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna í dómstólnum. Þeir mótmæltu þeim harðlega og óskuðu þess að málinu yrði vísað frá. Vísir/EPA Fulltrúar beggja ríkja báru vitni fyrir dómstólnum fyrir um tveimur vikum og mótmæltu Ísraelar ásökunum Suður-Afríkumanna um þjóðarmorð af miklum ákafa og óskuðu þess að málið yrði ekki tekið fyrir í dómstólnum. Fulltrúar þeirra sögðu Ísraela eiga rétt á því að verja sig og vísuðu til árásar Hamas-liða þann 7. október þar sem 1.300, meðal annars almennir borgarar í Ísrael, voru myrtir. Sú bráðabirgðaniðurstaða sem birt verður í dag lýtur aðallega að þeirri neyð sem er á Gasa ströndinni. Þrátt fyrir að úrskurðir dómstólsins séu bindandi þá er engin leið til að knýja þá fram eða neyða lönd til að framfylgja þeim. Á vef BBC segir að ef niðurstaða dómstólsins í dag sé ekki Ísrael í dag sé ekkert sem komi í veg fyrir að þau geti hundsað niðurstöðuna. Lögmenn Suður Afríku, John Dugard, Tembeka Ngcukaitobi og Adila Hassim í dómstólnum þann 12. janúar þegar málið var tekið fyrir. Vísir/EPA Það myndi þó setja meiri pólitískan þrýsting á yfirvöld í Ísrael að vinna að vopnahléi á Gasa. Það mun einnig setja meiri þrýsting á að helstu bandamenn Ísraela geri það sem þeir geti bakvið tjöldin til að vinna að lausn og tryggja að neyðaraðstoð fái að berast inn á svæðið. Fjallað er líka um málið á vef AP. Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Holland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Þrátt fyrir að niðurstöðu í málinu sé líklega ekki að vænta fyrr en eftir mörg ár um ásakanir Suður-Afríkumanna í garð Ísrael um þjóðarmorð á Gasa gæti dómstóllinn í dag fyrirskipað Ísrael að láta af hernaði sínum á Gasa, sem neyðarráðstöfun. Suður-Afríka óskaði þess að dómstóllinn úrskurðaði sérstaklega um slíkar neyðarráðstafanir, á meðan ásakanir þeirra um þjóðarmorð eru teknar fyrir, til að vernda Palestínumenn á Gasa. Fulltrúar Ísrael svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna í dómstólnum. Þeir mótmæltu þeim harðlega og óskuðu þess að málinu yrði vísað frá. Vísir/EPA Fulltrúar beggja ríkja báru vitni fyrir dómstólnum fyrir um tveimur vikum og mótmæltu Ísraelar ásökunum Suður-Afríkumanna um þjóðarmorð af miklum ákafa og óskuðu þess að málið yrði ekki tekið fyrir í dómstólnum. Fulltrúar þeirra sögðu Ísraela eiga rétt á því að verja sig og vísuðu til árásar Hamas-liða þann 7. október þar sem 1.300, meðal annars almennir borgarar í Ísrael, voru myrtir. Sú bráðabirgðaniðurstaða sem birt verður í dag lýtur aðallega að þeirri neyð sem er á Gasa ströndinni. Þrátt fyrir að úrskurðir dómstólsins séu bindandi þá er engin leið til að knýja þá fram eða neyða lönd til að framfylgja þeim. Á vef BBC segir að ef niðurstaða dómstólsins í dag sé ekki Ísrael í dag sé ekkert sem komi í veg fyrir að þau geti hundsað niðurstöðuna. Lögmenn Suður Afríku, John Dugard, Tembeka Ngcukaitobi og Adila Hassim í dómstólnum þann 12. janúar þegar málið var tekið fyrir. Vísir/EPA Það myndi þó setja meiri pólitískan þrýsting á yfirvöld í Ísrael að vinna að vopnahléi á Gasa. Það mun einnig setja meiri þrýsting á að helstu bandamenn Ísraela geri það sem þeir geti bakvið tjöldin til að vinna að lausn og tryggja að neyðaraðstoð fái að berast inn á svæðið. Fjallað er líka um málið á vef AP.
Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Holland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira