Þá fjöllum við um málefni Grindvíkinga en enn er ekki ljóst hvenær bæjarbúar fá að komast heim til sín til að vitja um eigur sínar.
Þá fræðumst við um Pallborð dagsins sem verður klukkan tvö þar sem rætt verður um Eurovision og deilurnar um þátttöku Ísraela í keppninni.
Að auki hitum við upp fyrir stærsta þorrablót heims sem fram fer í Fífunni í Kópavogi í kvöld.
Í íþróttapakka dagsins verður óvænt tilkynning Jurgens Klopp þjálfara Liverpool fyrirferðarmikil en hann greindi óvænt frá því í morgun að hann hyggist hætta með liðið.