Þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrir notkun á uppfinningu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. janúar 2024 10:26 Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Íslenskar orkurannsóknir, eða ÍSOR, þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á þegar hann var starfsmaður stofnunarinnar. Maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum en starf hans var lagt niður í janúar 2021. Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Hann krafðist þess að ÍSOR myndu greiða honum 38 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega 5,6 milljónum króna, vegna hagnýtingar á uppfinningu hans, en upphæðina sagði hann vera þriðjung af nettóhagnaði hennar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði „engan veginn“ sýnt fram á að nettóhagnaður hafi orðið hjá ÍSOR vegna hagnýtingar uppfinningar hans og því síður að slíkur hagnaður hafði verið að mun meiri en sem nam kostnaði sem stofnunin hafði af henni svo maðurinn ætti rétt á endurgjaldi. Í málinu lá fyrir samningur milli mannsins og ÍSOR sem bar yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“. Þar var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu. Í málinu vísaði maðurinn til samningsins þar sem að sagði að kæmi í ljós að nettóhagnaður á uppfinningum mannsins væri mun meiri en kostnaður við gerð uppfinningarinnar ætti hann rétt á hæfilegu endurgjaldi. Líkt og áður segir þótti maðurinn ekki sýna fram á að nettóhagnaður hafi orðið á uppfinningu hans og því var ÍSOR sýknað af kröfum mannsins. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en manninum er gert að greiða ÍSOR 2,5 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómsmál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum en starf hans var lagt niður í janúar 2021. Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Hann krafðist þess að ÍSOR myndu greiða honum 38 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega 5,6 milljónum króna, vegna hagnýtingar á uppfinningu hans, en upphæðina sagði hann vera þriðjung af nettóhagnaði hennar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði „engan veginn“ sýnt fram á að nettóhagnaður hafi orðið hjá ÍSOR vegna hagnýtingar uppfinningar hans og því síður að slíkur hagnaður hafði verið að mun meiri en sem nam kostnaði sem stofnunin hafði af henni svo maðurinn ætti rétt á endurgjaldi. Í málinu lá fyrir samningur milli mannsins og ÍSOR sem bar yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“. Þar var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu. Í málinu vísaði maðurinn til samningsins þar sem að sagði að kæmi í ljós að nettóhagnaður á uppfinningum mannsins væri mun meiri en kostnaður við gerð uppfinningarinnar ætti hann rétt á hæfilegu endurgjaldi. Líkt og áður segir þótti maðurinn ekki sýna fram á að nettóhagnaður hafi orðið á uppfinningu hans og því var ÍSOR sýknað af kröfum mannsins. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en manninum er gert að greiða ÍSOR 2,5 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Dómsmál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira