Liðin leika bæði í næst efstu deild Englands en sem stendur er Southampton í þriðja sætinu með 58 stig á meðan Watford er í tíunda sætinu með 40 stig.
Það var Matheus Martin sem kom Watford yfir strax á 5. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik.
Það virtist allt stefna í 1-0 sigur Watford en þá tók dramatíkin við. Stuart Armstrong kom inn af bekknum fyrir gestina í Southampton og jafnaði metin á 89. mínútu og tryggði því Southampton annan leik sem mun fara fram á þeirra heimavelli. Lokatölur 1-1.