Vill hanna varnir strax Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2024 19:47 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur vill sjá að strax verði farið að undirbúa viðbrögð við eldgosum sem gætu verið á næsta leyti. Vísir/Sigurjón Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. Um helgina tók jörð að hristast nærri Bláfjöllum. Um tuttugu jarðskjálftar mældust þá á svæðinu en sá stærsti var 3,1 að stærð. Nokkur eldstöðvakerfi eru allt frá Reykjanesi að Henglinum og segir Ármann Höskuldsson eldfjallafjallafræðingur þau öll tengjast og að jarðskjálftarnir um helgina séu til marks um að kerfið í heild sé komið í gang. „Um leið og það fer allt í gang þá mun gjósa á öllum þessum svæðum. Spurningin er bara hvað langan tíma tekur frá því það fer úr einu kerfi yfir í næsta.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi öllu séu að sigla inn í óvissutímabil þegar kemur að jarðhræringum. „Sem getur varað í hundrað til þrjú hundruð ár. Við erum að fara að fá eldgosinu miklu nær okkur heldur en við erum vön.“ Hraun gæti runnið í hverfi í Hafnarfirði Ármann segir tölfræði og gögn hafa verið notuð til að reyna að sjá fyrir hvar vænta megi eldgosa og hvert hraun geti runnið. Í skýrslu sem hann vann ásamt hópi vísindamanna fyrir Landsnes vegna vinnu við Lyklafellslínu, sem til stóð að reisa, má finna myndir sem sýna hvar hraun gæti runnið við höfuðborgarsvæðið ef til eldgosa kemur. Þar sést að veikustu punktarnir eru þar sem yngstu hraunin hafa runnið til sjávar. „Náttúrulega langveikustu punktarnir eru svæðið sem kemur frá Krýsuvíkurkerfinu sem kemur niður Krýsuvíkurveginn og þá inn í Vallahverfið og iðnaðarhverfið þar og þangað niður eftir. Því að þangað geta farið hraun bæði sem kæmi upp í Krýsuvíkurkerfinu og hraun sem kæmi upp í Bláfjalla-Brennisteinskerfinu. Þau leita öll í farvegi þangað niður eftir.“ Mikilvægt sé að vinna sé hafin við að undirbúa og efla varnir á öllu svæðinu. „Við vitum það vel ef við skoðum svæðin vel og skoðum þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað getur gerst og allt það. Við vitum líka að við getum vel farið að hanna varnir þannig að við séum viðbúin því þegar eitthvað kemur.“ Hann vill sjá að sérstakt rannsóknarsetur verði stofnað til að undirbúa viðbrögð við eldgosum þá sérstaklega með hönnun varnargarða í huga þar sem þeir hafi þegar sannað gildi sitt. „Til þess að við höfum þá bara heildaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes ef allt fer á versta veg.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Garðabær Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Um helgina tók jörð að hristast nærri Bláfjöllum. Um tuttugu jarðskjálftar mældust þá á svæðinu en sá stærsti var 3,1 að stærð. Nokkur eldstöðvakerfi eru allt frá Reykjanesi að Henglinum og segir Ármann Höskuldsson eldfjallafjallafræðingur þau öll tengjast og að jarðskjálftarnir um helgina séu til marks um að kerfið í heild sé komið í gang. „Um leið og það fer allt í gang þá mun gjósa á öllum þessum svæðum. Spurningin er bara hvað langan tíma tekur frá því það fer úr einu kerfi yfir í næsta.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi öllu séu að sigla inn í óvissutímabil þegar kemur að jarðhræringum. „Sem getur varað í hundrað til þrjú hundruð ár. Við erum að fara að fá eldgosinu miklu nær okkur heldur en við erum vön.“ Hraun gæti runnið í hverfi í Hafnarfirði Ármann segir tölfræði og gögn hafa verið notuð til að reyna að sjá fyrir hvar vænta megi eldgosa og hvert hraun geti runnið. Í skýrslu sem hann vann ásamt hópi vísindamanna fyrir Landsnes vegna vinnu við Lyklafellslínu, sem til stóð að reisa, má finna myndir sem sýna hvar hraun gæti runnið við höfuðborgarsvæðið ef til eldgosa kemur. Þar sést að veikustu punktarnir eru þar sem yngstu hraunin hafa runnið til sjávar. „Náttúrulega langveikustu punktarnir eru svæðið sem kemur frá Krýsuvíkurkerfinu sem kemur niður Krýsuvíkurveginn og þá inn í Vallahverfið og iðnaðarhverfið þar og þangað niður eftir. Því að þangað geta farið hraun bæði sem kæmi upp í Krýsuvíkurkerfinu og hraun sem kæmi upp í Bláfjalla-Brennisteinskerfinu. Þau leita öll í farvegi þangað niður eftir.“ Mikilvægt sé að vinna sé hafin við að undirbúa og efla varnir á öllu svæðinu. „Við vitum það vel ef við skoðum svæðin vel og skoðum þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað getur gerst og allt það. Við vitum líka að við getum vel farið að hanna varnir þannig að við séum viðbúin því þegar eitthvað kemur.“ Hann vill sjá að sérstakt rannsóknarsetur verði stofnað til að undirbúa viðbrögð við eldgosum þá sérstaklega með hönnun varnargarða í huga þar sem þeir hafi þegar sannað gildi sitt. „Til þess að við höfum þá bara heildaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes ef allt fer á versta veg.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Garðabær Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 „Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hvenær“ Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálftahrina í Húsfellsbruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brennisteinsfjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni. 29. janúar 2024 17:21