Heilaflaga Neuralink Musk grædd í fyrsta einstaklinginn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2024 07:13 Fyrsta markmið Neuralink verður að gera mönnum kleift að stjórna tölvubúnaði, til dæmis símum, með hugsuninni einni saman. Getty/NurPhoto/Jonathan Raa Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk hefur greint frá því að fyrirtæki hans Neuralink hafi nú í fyrsta sinn grætt þráðlausa tölvuflögu í heila manneskju. Aðgerðin er sögð hafa gengið vel og flagan sent frá sér skilaboð um taugastarfsemi sjúklingsins. Markmið Neuralink er að þróa tækni til að tengja mannsheilann við tölvur, meðal annars með það að markmiði að lækna flókna taugasjúkdóma. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum gáfu grænt ljós á ígræðsluna í maí í fyrra, þegar þau lögðu blessun sína yfir sex ára verkefni þar sem róbóti verður notaður til að koma fyrir 64 þráðum, sem hver um sig er þynnri en mannshár, fyrir á svæði heilans sem stjórnar „ætluðum hreyfingum“. Samkvæmt Neuralink gera þræðirnir flögunni kleift að safna og senda áfram upplýsingar um það hvernig viðkomandi einstaklingur hyggst hreyfa sig. Musk segir fyrstu vöru fyrirtækisins munu verða kallaða Telepathy en hún muni gera einstaklingum kleift að stjórna síma sínum eða fartölvu með hugsuninni einni saman. Fyrstu notendur tækninnar verði einstaklingar sem hafi misst hendur sínar. Athafnamaðurinn hefur einnig vísað til vísindamannsins Stephen Hawking, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi og notaði tölvu til að tjá sig. „Ímyndið ykkur ef Stephen Hawking hefði getað tjáð sig hraðar en hraðritari eða uppboðshaldari. Það er markmiðið.“ Neuralink verður í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki sem ætla sér svipaða hluti og hafa þegar, og fyrir nokkuð löngu síðan, grætt tölvuflögur í mannsheila. BBC greindi frá. Tækni Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Aðgerðin er sögð hafa gengið vel og flagan sent frá sér skilaboð um taugastarfsemi sjúklingsins. Markmið Neuralink er að þróa tækni til að tengja mannsheilann við tölvur, meðal annars með það að markmiði að lækna flókna taugasjúkdóma. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum gáfu grænt ljós á ígræðsluna í maí í fyrra, þegar þau lögðu blessun sína yfir sex ára verkefni þar sem róbóti verður notaður til að koma fyrir 64 þráðum, sem hver um sig er þynnri en mannshár, fyrir á svæði heilans sem stjórnar „ætluðum hreyfingum“. Samkvæmt Neuralink gera þræðirnir flögunni kleift að safna og senda áfram upplýsingar um það hvernig viðkomandi einstaklingur hyggst hreyfa sig. Musk segir fyrstu vöru fyrirtækisins munu verða kallaða Telepathy en hún muni gera einstaklingum kleift að stjórna síma sínum eða fartölvu með hugsuninni einni saman. Fyrstu notendur tækninnar verði einstaklingar sem hafi misst hendur sínar. Athafnamaðurinn hefur einnig vísað til vísindamannsins Stephen Hawking, sem þjáðist af taugahrörnunarsjúkdómi og notaði tölvu til að tjá sig. „Ímyndið ykkur ef Stephen Hawking hefði getað tjáð sig hraðar en hraðritari eða uppboðshaldari. Það er markmiðið.“ Neuralink verður í harðri samkeppni við önnur fyrirtæki sem ætla sér svipaða hluti og hafa þegar, og fyrir nokkuð löngu síðan, grætt tölvuflögur í mannsheila. BBC greindi frá.
Tækni Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira