„Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 10:30 Deandre Kane er mjög litríkur og skemmtilegur leikmaður. Grindvíkingar eru alltaf skeinuhættir með svo öflugan leikmann innanborðs. Vísir/Hulda Margrét Deandre Kane spilar með Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í vetur en þetta er líklegast sá bandaríski körfuboltaleikmaður sem hefur komið hingað til lands með hvað öflugustu ferilskrána á bakinu. Kane spilaði með Iowa State í háskólaboltanum og var boðið til nokkurra NBA liða til að sýna sig. Hann spilaði einnig með bæði Los Angels Lakers og Atlanta Hawks í sumardeild NBA. Kane hefur síðan spilað lengi í sterkum deildum í Evrópu og í löndum eins og Ísrael, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Grikklandi. Víkurfréttir fjölluðu um komu Kane til Grindavíkur og ræddu við hann um ástæðu þess að hann sé að spila á Íslandi. Hann spilar hér sem Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf. „Ég og konan mín hugsuðum með okkur, af hverju ekki að prófa Ísland? Ég hef leikið í níu löndum og fannst eitthvað spennandi við Ísland og hingað er ég kominn,“ sagði Deandre Kane. „Ég kann mjög vel við mig og get alveg hugsað mér að leika hér áfram. Þetta er auðvitað búið að vera mjög furðulegt tímabil vegna ástandsins í Grindavík,“ sagði Kane en sagðist engu að síður hafa kunnað mjög vel við sig í bænum. „Umskiptin tóku sinn toll af okkur og við vorum lélegir og töpuðum mörgum leikjum. Þeir sem þekkja mig, vita að ég þoli ekki að tapa en ég hef mjög mikla trú á liðinu mínu,“ sagði Kane. Grindavíkurliðið byrjaði mótið ekki vel og lenti síðan einnig í mótlæti í kringum það þegar liðið missti heimavöll sinn og leikmenn þurftu að flýja bæinn. Síðan þá hefur liðið verið á flugi og er nú með fimm sigra í röð í deildinni. Kane segist geta skorað hvenær sem hann vill en leggur áherslu á það að vörn vinni titla. Blaðamaður Víkurfrétta spurði Kane út í möguleika Grindavíkurliðsins og þar vantar ekki trú á Grindavíkurliðið eða aðallega sjálfan sig. „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu. Ég veit að nánast öll liðin ætla sér það sama en þau munu ekki vinna af því að ég er ekki í liðinu þeirra. Ég spila með Grindavík og þar af leiðandi verður Grindavík Íslandsmeistari,“ sagði Deandre Kane en það má lesa allt viðtalið hér. Subway-deild karla Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Kane spilaði með Iowa State í háskólaboltanum og var boðið til nokkurra NBA liða til að sýna sig. Hann spilaði einnig með bæði Los Angels Lakers og Atlanta Hawks í sumardeild NBA. Kane hefur síðan spilað lengi í sterkum deildum í Evrópu og í löndum eins og Ísrael, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Grikklandi. Víkurfréttir fjölluðu um komu Kane til Grindavíkur og ræddu við hann um ástæðu þess að hann sé að spila á Íslandi. Hann spilar hér sem Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf. „Ég og konan mín hugsuðum með okkur, af hverju ekki að prófa Ísland? Ég hef leikið í níu löndum og fannst eitthvað spennandi við Ísland og hingað er ég kominn,“ sagði Deandre Kane. „Ég kann mjög vel við mig og get alveg hugsað mér að leika hér áfram. Þetta er auðvitað búið að vera mjög furðulegt tímabil vegna ástandsins í Grindavík,“ sagði Kane en sagðist engu að síður hafa kunnað mjög vel við sig í bænum. „Umskiptin tóku sinn toll af okkur og við vorum lélegir og töpuðum mörgum leikjum. Þeir sem þekkja mig, vita að ég þoli ekki að tapa en ég hef mjög mikla trú á liðinu mínu,“ sagði Kane. Grindavíkurliðið byrjaði mótið ekki vel og lenti síðan einnig í mótlæti í kringum það þegar liðið missti heimavöll sinn og leikmenn þurftu að flýja bæinn. Síðan þá hefur liðið verið á flugi og er nú með fimm sigra í röð í deildinni. Kane segist geta skorað hvenær sem hann vill en leggur áherslu á það að vörn vinni titla. Blaðamaður Víkurfrétta spurði Kane út í möguleika Grindavíkurliðsins og þar vantar ekki trú á Grindavíkurliðið eða aðallega sjálfan sig. „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu. Ég veit að nánast öll liðin ætla sér það sama en þau munu ekki vinna af því að ég er ekki í liðinu þeirra. Ég spila með Grindavík og þar af leiðandi verður Grindavík Íslandsmeistari,“ sagði Deandre Kane en það má lesa allt viðtalið hér.
Subway-deild karla Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira