Þar segir að tekið hafi verið á loft frá Reykjavíkurflugvelli og að þyrlan hafi verið komin að skipinu um klukkan 21. Nauðsynlegt var að fljúga með fram strönd til móts við skipið vegna veðursins en aðstæður voru einnig erfiðar við skipið. Vegna bæði vinds og éljagangs. Þrátt fyrir það gekk vel að hífa skipverjann um borð.
Eftir að björgunaraðgerðum lauk var flogið til Ísafjarðar til eldsneytistöku en eftir það var maðurinn fluttur til Reykjavíkur.