Jordan Henderson tók þátt í fréttamannafundi eftir leikinn þar sem hann talaði meðal annars um það að hann hafi heyrt að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi verið á leiknum. Henderson var ánægður með það.
„Ég var að komast að því að Southgate hafi verið á leiknum. Ég vona að hann hafi verið ánægður með val sitt á leik til þess að horfa á,“ sagði Henderson á fréttamannafundinum.
Henderson var eflaust að ýja að því að hann vonist til þess að Southgate hafi hann í huga þegar hann velur sinn næsta landsliðshóp.