Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 10:34 Páll Erland, forstjóri HS veitna Vísir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. Hraun flæðir hratt vestur eftir Svartsengi og er komið að Grindavíkurvegi. Páll Erland, forstjóri HS Veitna segir hættu og möguleika á að hraunið fari yfir hitaveituæð sem leiðir heitt vatn til Reykjanesbæjar og sveitafélarfélaga í kring. „Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu. Miðað við hraðann á hrauninu, hvað gæti það tekið langan tíma? „Þetta gæti verið klukkutíma spursmál. En við erum í samstarfi við almannavarnir og vísindamenn að reyna meta þetta.“ Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp bráðabirgðalögn neðanjarðar. Páll segir þó hættu á að heitavatnsleysi gæti staðið yfir í einn eina tvo sólarhringa, ef illa fer. Þá sé til skoðunar að setja upp rafkyndingu í hús. Páll segir að nú sé versti mögulegi tími fyrir skort á heitu vatni, þar sem mjög kalt er úti. Hvað geta íbúar gert til að undirbúa sig? „Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“ Aðspurður um rafmagn segir Páll að þó að til þess kæmi að rafmagni slæi út á Svartsengi væri hægt að leiða það frá Reykjanesvirkjun. „Við höfum ekki áhyggjur af þeim þætti.“ Mjög alvarleg staða „Mjög alvarleg staða blasir nú við í Svartsengi. Hraunið færist með miklum hraða til vesturs og flæddi yfir Grindavíkurveg nú milli kl. 10 og 11,“ segir í nýrri færslu á Facebook síðu Eldfjalla og náttúruváhóps Suðurlands. „Frá veginum er um 1 km að hitaveituæðinni sem sér öllum Reykjanesbæ og sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Svartasta sviðsmyndin er því í kortunum núna samkvæmt forstjóra HS Orku.“ Eftir að hraunið skreið yfir veginn hefur það færst hratt fram og nær hitaveitunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Hraun flæðir hratt vestur eftir Svartsengi og er komið að Grindavíkurvegi. Páll Erland, forstjóri HS Veitna segir hættu og möguleika á að hraunið fari yfir hitaveituæð sem leiðir heitt vatn til Reykjanesbæjar og sveitafélarfélaga í kring. „Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu. Miðað við hraðann á hrauninu, hvað gæti það tekið langan tíma? „Þetta gæti verið klukkutíma spursmál. En við erum í samstarfi við almannavarnir og vísindamenn að reyna meta þetta.“ Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp bráðabirgðalögn neðanjarðar. Páll segir þó hættu á að heitavatnsleysi gæti staðið yfir í einn eina tvo sólarhringa, ef illa fer. Þá sé til skoðunar að setja upp rafkyndingu í hús. Páll segir að nú sé versti mögulegi tími fyrir skort á heitu vatni, þar sem mjög kalt er úti. Hvað geta íbúar gert til að undirbúa sig? „Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“ Aðspurður um rafmagn segir Páll að þó að til þess kæmi að rafmagni slæi út á Svartsengi væri hægt að leiða það frá Reykjanesvirkjun. „Við höfum ekki áhyggjur af þeim þætti.“ Mjög alvarleg staða „Mjög alvarleg staða blasir nú við í Svartsengi. Hraunið færist með miklum hraða til vesturs og flæddi yfir Grindavíkurveg nú milli kl. 10 og 11,“ segir í nýrri færslu á Facebook síðu Eldfjalla og náttúruváhóps Suðurlands. „Frá veginum er um 1 km að hitaveituæðinni sem sér öllum Reykjanesbæ og sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Svartasta sviðsmyndin er því í kortunum núna samkvæmt forstjóra HS Orku.“ Eftir að hraunið skreið yfir veginn hefur það færst hratt fram og nær hitaveitunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira