Ísland var í 2. styrkleikaflokki og kom síðast upp úr skálinni sem þýddi að strákarnir okkar fóru í riðil 4. Það var enginn annar en Aleksandar Kolarov, fyrrverandi landsliðsmaður Serbíu og leikmaður Manchester City, Roma og Inter Milan sem sá um að draga í B-deildina.
Wales kom úr 1. styrkleikaflokki áður en Ísland kom úr 2. styrkleikaflokki. Þar á eftir kom Svartfjallaland úr styrkleikaflokki 3. og svo Tyrkland úr 4. styrkleikaflokki.
Riðill Íslands lítur því svona út:
- Wales
- Ísland
- Svartfjallaland
- Tyrkland
Aðrir riðlar í B-deild eru eftirfarandi:
- Tékkland, Úkraína, Albanía og Georgía.
- England, Finnland, Írland og Grikkland
- Austurríki, Noregur, Slóvenía og Kasakstan.
LEAGUE B #NationsLeague pic.twitter.com/Rlcrsm497G
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) February 8, 2024
Hinn spænski Juan Mata sá um að draga í A-deildina en hann er án félags eftir stutt ævintýri í Japan. Þar áður lék hann með Chelsea, Manchester United og Galatasaray.
A-deildin lítur svo út:
- Króatía, Portúgal, Pólland og Skotland
- Ítalía, Belgía, Frakkland og Ísrael.
- Holland, Ungverjaland, Þýskaland og Bosnía.
- Spánn, Danmörk, Sviss og Serbía.
LEAGUE A #NationsLeague pic.twitter.com/GP7iQXf2vg
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) February 8, 2024
Hér að neðan má sjá hvernig C- og D-deildin líta út.
LEAGUE C #NationsLeague pic.twitter.com/whYNEBqqV5
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) February 8, 2024
LEAGUE D #NationsLeague pic.twitter.com/v2PlGUPQ29
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) February 8, 2024
Fréttin hefur verið uppfærð.