Sameinað verslunarfélag væri með yfir sex milljarða í rekstarhagnað

Áætlað er að EBITDA-hagnaður sameinaðs félags Samkaupa og Heimkaupa/Orkunnar hafi verið vel yfir sex milljarðar króna í fyrra, að mati Skeljar fjárfestingafélags. Það myndi jafngilda tæplega níu prósenta framlegðarhlutfalli, litlu meiri borið saman við Haga.
Tengdar fréttir

Sameining við Samkaup gæti „hrist upp“ í smásölumarkaðnum
Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“

SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað
Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti.