Ólafur tók við liðinu þegar það sat límt við botn deildarinnar og þó Aue sé enn í fallsæti þá er liðið nú komið upp í næstneðsta sætinu. Var þetta annar sigur liðsins síðan Ólafur tók við og ljóst að sigur kvöldsins gæti gefið liðinu aukna trú á verkefninu.
Lokatölur 37-33 þar sem Marko Vignjević fór á kostum með 9 mörk og 3 stoðsendingar. Sveinbjörn varði sjö skot í markinu, þar af tvö víti.
Aue er í 17. sæti með 8 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.