„Nú er rafmagnsleysi víða á Reykjanesi og hægt er að snúa því við ef fólk stendur saman í því að spara rafmagnið. Fólk sleppi því sem það telur sig ekki þurfa af rafmagni. Afleiðingarnar geti verið miklar og varað í fleiri daga,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu.
„Maður skilur svo vel að fólk sé þreytt það er búið að halda þetta út í sólarhring. En þessi sólarhringur er ekki nóg,“ bætir hún við.
Íbúar á svæðinu þurfi að halda þetta út aðeins lengur til að heita vatnið nái að hita húsin.
„En þá viljum við ekki að rafmagnskerfin fari. Afleiðingarnar eru svo alvarlegar.“