Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu HS Veitna.
Rafmagn hefur verið að slá út víðs vegar á Reykjanesi vegna hins mikla álags á kerfið sem heitavatnsleysið hefur valdið. Almannavarnir hvetja íbúa á svæðinu til að takmarka rafmagnsnotkun sína eins og auðið er.
Lögreglan á Suðurnesjum biðlar einnig til íbúa og atvinnurekenda á svæðinu að spara orkuna.
Uppfært 14:32: Rafmagn er komið á.