„Sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. febrúar 2024 09:00 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Evrópuleik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í haust. Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Gísli Eyjólfsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið Breiðablik og freistar gæfunnar í atvinnumennsku með Halmstad í Svíþjóð. Hann þakkar unnustunni traustið og segir verkefnið tikka í öll box. Gísli samdi við Halmstad á dögunum og fór beint til móts við félagið í æfingaferð á Spáni. Hann segir liðið hafa sýnt sér töluverðan áhuga. „Þjálfarinn var mjög áhugasamur og vissi mjög mikið um mig. Hann var búinn að fylgjast með mér allt síðasta sumar og Evrópukeppnin gerði líka sitt og dregur athygli að manni. Hann vildi þá eiginleika sem ég hef í sitt lið, það er eiginlega ekkert flóknara en það,“ segir Gísli. Tjékkaði í öll box Gísli verður samherji Birnis Snæs Ingasonar sem samdi við Halmstad fyrr í vetur. Gísli er 29 ára gamall og á tvö börn, eins árs og fjögurra ára, með kærustu sinni. Hann er þakklátur kærustunni fyrir að koma með sér í þetta ævintýri. „Mér fannst þetta fínn tímapunktur vegna þess að við erum með krakka á góðum aldri. Anna, kærasta mín, sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður og var til í þetta. Eftir að þau voru klár var lítið sem gat stoppað þetta. Þetta er ævintýri, að búa í öðru landi,“ „Þetta snýst ekki lengur um mig þannig að það þurfti margt að ganga upp. Þetta þurfti að vera gott lið, í góðri deild. Staðurinn og bærinn þurfti að vera frábær, og liðið að sýna virkilegan áhuga. Þetta tjékkaði í öll boxin þannig að ég er virkilega ánægður að vera kominn loksins hingað,“ segir Gísli. Saknar Blika strax en tímapunkturinn réttur Gísli segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið en tímapunkturinn sé réttur til að prófa eitthvað nýtt. „Breiðablik er minn klúbbur. Ég er uppalinn þarna og hef aldrei áður skrifað undir félagsskipti - ég hef alltaf farið á láni ef ég fer einhvert frá Breiðabliki. Ég er að slíta naflastrenginn dálítið,“ „Það er margt fólk í Breiðabliki sem maður á eftir að sakna mjög mikið og bara klúbburinn í heild sinni. Særún sjúkraþjálfari, ég er strax farinn að sakna hennar, allir strákarnir, þjálfararnir, stuðningsmennirnir og klúbburinn í heild. Mér er mjög annt um þennan klúbb þannig að þetta er alveg erfitt að kveðja þetta fólk en þetta er fínn tímapunktur núna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Breiðablik Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Gísli samdi við Halmstad á dögunum og fór beint til móts við félagið í æfingaferð á Spáni. Hann segir liðið hafa sýnt sér töluverðan áhuga. „Þjálfarinn var mjög áhugasamur og vissi mjög mikið um mig. Hann var búinn að fylgjast með mér allt síðasta sumar og Evrópukeppnin gerði líka sitt og dregur athygli að manni. Hann vildi þá eiginleika sem ég hef í sitt lið, það er eiginlega ekkert flóknara en það,“ segir Gísli. Tjékkaði í öll box Gísli verður samherji Birnis Snæs Ingasonar sem samdi við Halmstad fyrr í vetur. Gísli er 29 ára gamall og á tvö börn, eins árs og fjögurra ára, með kærustu sinni. Hann er þakklátur kærustunni fyrir að koma með sér í þetta ævintýri. „Mér fannst þetta fínn tímapunktur vegna þess að við erum með krakka á góðum aldri. Anna, kærasta mín, sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður og var til í þetta. Eftir að þau voru klár var lítið sem gat stoppað þetta. Þetta er ævintýri, að búa í öðru landi,“ „Þetta snýst ekki lengur um mig þannig að það þurfti margt að ganga upp. Þetta þurfti að vera gott lið, í góðri deild. Staðurinn og bærinn þurfti að vera frábær, og liðið að sýna virkilegan áhuga. Þetta tjékkaði í öll boxin þannig að ég er virkilega ánægður að vera kominn loksins hingað,“ segir Gísli. Saknar Blika strax en tímapunkturinn réttur Gísli segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið en tímapunkturinn sé réttur til að prófa eitthvað nýtt. „Breiðablik er minn klúbbur. Ég er uppalinn þarna og hef aldrei áður skrifað undir félagsskipti - ég hef alltaf farið á láni ef ég fer einhvert frá Breiðabliki. Ég er að slíta naflastrenginn dálítið,“ „Það er margt fólk í Breiðabliki sem maður á eftir að sakna mjög mikið og bara klúbburinn í heild sinni. Særún sjúkraþjálfari, ég er strax farinn að sakna hennar, allir strákarnir, þjálfararnir, stuðningsmennirnir og klúbburinn í heild. Mér er mjög annt um þennan klúbb þannig að þetta er alveg erfitt að kveðja þetta fólk en þetta er fínn tímapunktur núna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Breiðablik Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti