Hefði getað haft áhrif eins og Usain Bolt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 07:30 Kelvin Kiptum var framtíðarstórstjarna í frjálsum íþróttum og þegar orðinn einn af stóru nöfnunum. Getty/Michael Reaves Frjálsíþróttastjörnur hafa minnst Kelvin Kiptum, heimsmethafa í maraþonhlaupi, en hann lést í bílslysi ásamt þjálfara sínum í Kenía á sunnudaginn. Kiptum vakti gríðarlega athygli á síðasta ári þegar hann bætti heimsmetið í maraþonhlaupi og hann varð þá jafnframt sá fyrsti til að hlaupa 42 kílómetrana á undir tveimur klukkutímum og einni mínútu í keppni. Kiptum hafði sett stefnuna á að komast undir tvo klukkutímana og ætlaði að keppa á Ólympíuleikunum í París. Hann var aðeins 24 ára gamall. „Kelvin var stórkostlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hafði þegar afrekað svo margt,“ skrifaði Bretinn Sir Mo Farah á samfélagsmiðlum Kiptum would have had 'incredible career' - Farah https://t.co/GSVp32SF28— James Hamilton (@jamhamsporty) February 12, 2024 „Hann var einstaklega hæfileikaríkur og ég er ekki í neinum vafa um það að hann hefði átt ótrúlegan feril. Ég sendi alla mínar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina sem og til fjölskyldu og vina Gervais þjálfara,“ sagði Farah. Annar breskur langhlaupari, Emile Cairess, sem keppti á móti Kiptum í Londonmaraþoninu telur að Keníamaðurinn hefði getað haft Usain Bolt áhrif sem nýtt andlit frjálsra íþrótta. „Þetta er mikil áfall því maður á hans getustigi getur náð athygli fólks fyrir utan íþróttina,“ sagði Emile Cairess við breska ríkisútvarpið. „Margir héldu eflaust að þeir myndu aldrei sjá mann hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum en svo kom hann fram á sjónarsviðið. Það var búist við því að hann næði því miðað við frammistöðu hans til þessa,“ sagði Cairess. „Það var nánast öruggt að hann hefði náð þessu. Þetta er rosalega sorglegt og mikil synd að við fáum ekki að sjá hann reyna við þennan risamúr,“ sagði Cairess. I m so sad to hear the passing of Kelvin Kiptum and his coach, Gervais Hakizimana. Kelvin was an amazingly talented athlete and had already achieved so much. He truly had a special talent and I have no doubt he would have gone on to have had an incredible career. I send all my pic.twitter.com/bNXJA1FgBL— Sir Mo Farah (@Mo_Farah) February 12, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Kiptum vakti gríðarlega athygli á síðasta ári þegar hann bætti heimsmetið í maraþonhlaupi og hann varð þá jafnframt sá fyrsti til að hlaupa 42 kílómetrana á undir tveimur klukkutímum og einni mínútu í keppni. Kiptum hafði sett stefnuna á að komast undir tvo klukkutímana og ætlaði að keppa á Ólympíuleikunum í París. Hann var aðeins 24 ára gamall. „Kelvin var stórkostlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hafði þegar afrekað svo margt,“ skrifaði Bretinn Sir Mo Farah á samfélagsmiðlum Kiptum would have had 'incredible career' - Farah https://t.co/GSVp32SF28— James Hamilton (@jamhamsporty) February 12, 2024 „Hann var einstaklega hæfileikaríkur og ég er ekki í neinum vafa um það að hann hefði átt ótrúlegan feril. Ég sendi alla mínar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina sem og til fjölskyldu og vina Gervais þjálfara,“ sagði Farah. Annar breskur langhlaupari, Emile Cairess, sem keppti á móti Kiptum í Londonmaraþoninu telur að Keníamaðurinn hefði getað haft Usain Bolt áhrif sem nýtt andlit frjálsra íþrótta. „Þetta er mikil áfall því maður á hans getustigi getur náð athygli fólks fyrir utan íþróttina,“ sagði Emile Cairess við breska ríkisútvarpið. „Margir héldu eflaust að þeir myndu aldrei sjá mann hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum en svo kom hann fram á sjónarsviðið. Það var búist við því að hann næði því miðað við frammistöðu hans til þessa,“ sagði Cairess. „Það var nánast öruggt að hann hefði náð þessu. Þetta er rosalega sorglegt og mikil synd að við fáum ekki að sjá hann reyna við þennan risamúr,“ sagði Cairess. I m so sad to hear the passing of Kelvin Kiptum and his coach, Gervais Hakizimana. Kelvin was an amazingly talented athlete and had already achieved so much. He truly had a special talent and I have no doubt he would have gone on to have had an incredible career. I send all my pic.twitter.com/bNXJA1FgBL— Sir Mo Farah (@Mo_Farah) February 12, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira