Setja á herskyldu til að snúa vörn í sókn Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2024 15:51 Fregnir hafa borist af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn í Mjanmar. AP/Aung Shine Oo Herforingjastjórn Mjanmar stefnir að því að koma á herskyldu í landinu. Hernum hefur gengið illa gegn uppreisnarhópum sem hafa sótt fram víða um landið á undanförnum mánuðum. Uppreisnarhópar þessir hafa tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Herforingjastjórnin virðist ætla að reyna að breyta stöðunni með herskyldu. Ungir menn og konur verða skuldbundin til að ganga til liðs við herinn og uppgjafahermenn verða einnig kallaðir til herskyldu, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórnin tók völdin árið 2021. Þá héldu yfirmenn hersins því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Margir þessara hópa hafa tekið höndum saman við betur búna og þjálfaða uppreisnarhópa í norðurhluta landsins sem hafa barist fyrir auknu sjálfræði í áratugi. #Myanmar : Karenni resistance forces have captured the town of Shadaw in #Kayah state.Shadaw is now the second township in the state to fully be liberated by the resistance.Source: https://t.co/LDDz11ZyBY pic.twitter.com/ePxtDAVrEu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 13, 2024 Saman hafa þessir hópar unnið hvern sigur á fætur öðrum gegn hernum. Í lok janúar var talið að uppreisnarmenn hefðu tekið í það minnsta 35 bæi af hernum en flestir þeirra hafa verið teknir nærri landamærum Kína í norðausturhluta landsins. Leiðtogar herforingjastjórnarinnar endurvirkjuðu um síðustu helgi gömul lög um að menn á aldrinum átján til 35 ára og konur frá átján til 27 ára gamlar gætu verið kölluð í herinn í allt að tvö ár eða í allt að fimm ár sé neyðarástand í gildi, eins og núna. Þessi herskylda átti að hefjast aftur í apríl. Lögin voru samin árið 2010 en tóku aldrei gildi fyrr en núna. Stjórnarandstaða Mjanmar hélt því fram í nóvember að rúmlega fjórtán þúsund hermenn hefðu gefist upp í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herforingjastjórnarinnar að með þessari breytingu vilji stjórnendur landsins færa ábyrgðina á öryggi landsins í hendur almennings. Hún eigi að vera á allra ábyrgð en ekki bara á ábyrgð hermanna. Þá hafa að undanförnu borist fregnir af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn. Mjanmar Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Uppreisnarhópar þessir hafa tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Herforingjastjórnin virðist ætla að reyna að breyta stöðunni með herskyldu. Ungir menn og konur verða skuldbundin til að ganga til liðs við herinn og uppgjafahermenn verða einnig kallaðir til herskyldu, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórnin tók völdin árið 2021. Þá héldu yfirmenn hersins því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Margir þessara hópa hafa tekið höndum saman við betur búna og þjálfaða uppreisnarhópa í norðurhluta landsins sem hafa barist fyrir auknu sjálfræði í áratugi. #Myanmar : Karenni resistance forces have captured the town of Shadaw in #Kayah state.Shadaw is now the second township in the state to fully be liberated by the resistance.Source: https://t.co/LDDz11ZyBY pic.twitter.com/ePxtDAVrEu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 13, 2024 Saman hafa þessir hópar unnið hvern sigur á fætur öðrum gegn hernum. Í lok janúar var talið að uppreisnarmenn hefðu tekið í það minnsta 35 bæi af hernum en flestir þeirra hafa verið teknir nærri landamærum Kína í norðausturhluta landsins. Leiðtogar herforingjastjórnarinnar endurvirkjuðu um síðustu helgi gömul lög um að menn á aldrinum átján til 35 ára og konur frá átján til 27 ára gamlar gætu verið kölluð í herinn í allt að tvö ár eða í allt að fimm ár sé neyðarástand í gildi, eins og núna. Þessi herskylda átti að hefjast aftur í apríl. Lögin voru samin árið 2010 en tóku aldrei gildi fyrr en núna. Stjórnarandstaða Mjanmar hélt því fram í nóvember að rúmlega fjórtán þúsund hermenn hefðu gefist upp í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herforingjastjórnarinnar að með þessari breytingu vilji stjórnendur landsins færa ábyrgðina á öryggi landsins í hendur almennings. Hún eigi að vera á allra ábyrgð en ekki bara á ábyrgð hermanna. Þá hafa að undanförnu borist fregnir af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn.
Mjanmar Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira