Þetta gerðist aðeins nokkrum dögum eftir að stærsta íþróttastjarna þjóðarinnar, maraþonhlauparinn Kelvin Kiptum, lést í bílslysi.
Sarah Chepchirchir var dæmd í átta ára bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Bannið er svo langt af því að þetta er í annað skiptið sem hún fellur á lyfjaprófi.
Kenyan runner Sarah Chepchirchir has been handed an eight-year ban after she was found to have violated anti-doping regulations for a second time.
— BBC News Africa (@BBCAfrica) February 14, 2024
The former Tokyo Marathon winner was previously banned for four years in 2019, backdated to April 2018.https://t.co/NFHrDuLYLR
Chepchirchir féll á lyfjaprófi sem var tekið í Tælandi í nóvember. Of mikið magn af testósteróni fannst í sýni hennar.
Hún var áður í banni frá 2018 til 2022 en það fékk hún eftir að hún fannst með óeðlilegan fjölda af rauðum blóðkornum í blóðinu.
Chepchirchir er orðin 39 ára gömul en hún vann Tókýó maraþonið árið 2017.
Hún hefði getað minnkað bannið um eitt ár með því að viðurkenna brot sín en gerði það ekki.
Í síðasta mánuði voru kenísku hlaupararnir Hosea Kimeli Kisorio og Ayub Kiptum einnig dæmdir í þriggja ára bann fyrir ólöglega steranotkun. Það hafa því mörg áföll bankað að dyrum í kenísku íþróttalífi á síðustu vikum.
Athletics Integrity Unit bans Kenyan marathoner Sarah Chepchirchir for 8 years for the use of prohibited substances pic.twitter.com/c7H09ak9qI
— Kenyans.co.ke (@Kenyans) February 14, 2024