Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2024 13:08 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra vonar að frumvarp hennar um uppkaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík verði afgreitt fyrir lok næstu viku. Hins vegar væri mikilvægt að efnahags- og viðskiptanefnd fari vel yfir frumvarpið. Vísir/Vilhelm Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík á sérstökum þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þetta er langdýrasta aðgerð stjórnvalda vegna hamfaranna í Grindavík en áætlaður kostnaður er rúmir 60 milljarðar króna. Eggert Sólberg Jónsson íbúi í Grindavík bíður eins og fleiri eftir því að Alþingi afgreiði frumvarp um uppkaup húsnæðis í bænum.Vísir/Vilhelm „Ríkið hefur aldrei lagst í slíkt verkefni, að minnsta kosti ekki af þessari stærðargráðu. Þetta er stórt en er auðvitað með aðkomu fjármálastofnana, eðlilega. Það er gott að það náðist þannig að það léttir á ríkissjóði,“ segir Þórdís Kolbrún. Markmið lagasetningarinnar er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgi eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Uppkaupin ná til fasteigna í þinglýstri eigu einstaklings hinn 10. nóvember 2023 sem jafnframt var þá með skráð lögheimili í húsnæðinu. Heimilt er að víkja frá skilyrði um lögheimili ef tímabundnar aðstæður skýra að viðkomandi hafi ekki verið með skráð lögheimili í íbúðarhúsnæðinu. Margir fasteignaeigendur sem hafa leigt íbúðarhúsnæði sitt og ekki haft lögheimili í Grindavík hafa lýst áhyggjum vegna þessa ákvæðis frumvarpsins og fjölmargir gert athugasemd við það. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir skilyrði um lögheimili í Grindavík ekki verða túlkað þröngt þegar kemur að uppkaupum íbúðarhúsnæðis í bænum.Stöð 2/Ívar Fannar „Það verður ekki túlkað þröngt. Það verður litið til aðstæðna. En markmiðið er auðvitaðað ná utan um heimili fólks. Svo geta verið aðstæður sem skýra það af hverju fólk er ekki með lögheimili þar og við munum taka tillit til þeirra,“ segir fjármálaráðherra. Í frumvarpinu sé til að mynda ekki tekið á frístundahúsum og öðru álíka. Þá verði tekið á stöðu fyrirtækja í öðru frumvarpi. Í þessu frumvarpi væri fólk og fjölskyldur tekið fram yfir önnur umsvif. Lögin taki jafnframt til íbúðarhúsnæðis í eigu dánarbúa enda hafi húsnæðið verið nýtt til heimilishalds og til kaupa á íbúðarhúsnæði í smíðum samkvæmt tilteknum skilyrðum. Eigendur húsnæðisins hafa forkaupsrétt að því innan tveggja ára frá því lögin taka gildi. Alger óvissa ríkir um það hvenær verður aftur búandi í Grindavík.Stöð 2/Arnar Þórdís Kolbrún segir undirbúning frumvarpsins hafa farið fram í samráðshópi með fulltrúum allra flokka og það fái því vonandi fljóta afgreiðslu í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún reikni þó ekki með að frumvarpið verði að lögum í dag eða á morgun því nefndin þurfi eðlilega tíma til að fara yfir gögn og umsagnir. „En ég vona að þetta þurfi ekki að taka langan tíma. Vegna þess að ég veit að fólk er mjög að bíða eftir því að þetta klárist þannig að það geti tekið ákvarðanir. Við höfum þurft að feta þann veg þar sem annars vegar er tímapressa. Hins vegar er þetta rosalega stórt verkefni sem ekki hefur verið farið í áður og það þarf að vanda til verka,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. 14. febrúar 2024 23:00 „Við lögðum líf og sál í þetta“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur. 14. febrúar 2024 22:26 Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 „Þetta er allt á hreyfingu“ Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki. 13. febrúar 2024 23:12 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík á sérstökum þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þetta er langdýrasta aðgerð stjórnvalda vegna hamfaranna í Grindavík en áætlaður kostnaður er rúmir 60 milljarðar króna. Eggert Sólberg Jónsson íbúi í Grindavík bíður eins og fleiri eftir því að Alþingi afgreiði frumvarp um uppkaup húsnæðis í bænum.Vísir/Vilhelm „Ríkið hefur aldrei lagst í slíkt verkefni, að minnsta kosti ekki af þessari stærðargráðu. Þetta er stórt en er auðvitað með aðkomu fjármálastofnana, eðlilega. Það er gott að það náðist þannig að það léttir á ríkissjóði,“ segir Þórdís Kolbrún. Markmið lagasetningarinnar er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgi eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Uppkaupin ná til fasteigna í þinglýstri eigu einstaklings hinn 10. nóvember 2023 sem jafnframt var þá með skráð lögheimili í húsnæðinu. Heimilt er að víkja frá skilyrði um lögheimili ef tímabundnar aðstæður skýra að viðkomandi hafi ekki verið með skráð lögheimili í íbúðarhúsnæðinu. Margir fasteignaeigendur sem hafa leigt íbúðarhúsnæði sitt og ekki haft lögheimili í Grindavík hafa lýst áhyggjum vegna þessa ákvæðis frumvarpsins og fjölmargir gert athugasemd við það. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir skilyrði um lögheimili í Grindavík ekki verða túlkað þröngt þegar kemur að uppkaupum íbúðarhúsnæðis í bænum.Stöð 2/Ívar Fannar „Það verður ekki túlkað þröngt. Það verður litið til aðstæðna. En markmiðið er auðvitaðað ná utan um heimili fólks. Svo geta verið aðstæður sem skýra það af hverju fólk er ekki með lögheimili þar og við munum taka tillit til þeirra,“ segir fjármálaráðherra. Í frumvarpinu sé til að mynda ekki tekið á frístundahúsum og öðru álíka. Þá verði tekið á stöðu fyrirtækja í öðru frumvarpi. Í þessu frumvarpi væri fólk og fjölskyldur tekið fram yfir önnur umsvif. Lögin taki jafnframt til íbúðarhúsnæðis í eigu dánarbúa enda hafi húsnæðið verið nýtt til heimilishalds og til kaupa á íbúðarhúsnæði í smíðum samkvæmt tilteknum skilyrðum. Eigendur húsnæðisins hafa forkaupsrétt að því innan tveggja ára frá því lögin taka gildi. Alger óvissa ríkir um það hvenær verður aftur búandi í Grindavík.Stöð 2/Arnar Þórdís Kolbrún segir undirbúning frumvarpsins hafa farið fram í samráðshópi með fulltrúum allra flokka og það fái því vonandi fljóta afgreiðslu í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún reikni þó ekki með að frumvarpið verði að lögum í dag eða á morgun því nefndin þurfi eðlilega tíma til að fara yfir gögn og umsagnir. „En ég vona að þetta þurfi ekki að taka langan tíma. Vegna þess að ég veit að fólk er mjög að bíða eftir því að þetta klárist þannig að það geti tekið ákvarðanir. Við höfum þurft að feta þann veg þar sem annars vegar er tímapressa. Hins vegar er þetta rosalega stórt verkefni sem ekki hefur verið farið í áður og það þarf að vanda til verka,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. 14. febrúar 2024 23:00 „Við lögðum líf og sál í þetta“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur. 14. febrúar 2024 22:26 Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 „Þetta er allt á hreyfingu“ Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki. 13. febrúar 2024 23:12 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. 14. febrúar 2024 23:00
„Við lögðum líf og sál í þetta“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, bar það utan á sér eftir leik að tapið í kvöld gegn Keflavík var sérstaklega sárt. Lokatölur leiksins 72-76 eftir hörkuspennandi lokamínútur. 14. febrúar 2024 22:26
Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52
„Þetta er allt á hreyfingu“ Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki. 13. febrúar 2024 23:12