Santos vill hundrað milljónir frá Kimmel Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 10:07 George Santos og Jimmy Kimmel. EPA George Santos, fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur höfðað mál gegn þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel, ABC og Disney. Er það vegna þess að Kimmel gabbaði Santos til að taka upp myndband sem notað var til að gera grín að hinum smánaða fyrrverandi þingmanni. Það gerði Kimmel og starfsfólk hans í gegnum forritið Cameo, þar sem hægt er að greiða fólki fyrir taka upp myndbönd eftir ákveðnu handriti. Oft er þetta notað til að fá frægt fólk til að kasta kveðjum á vini og vandamenn. Í lögsókn Santos segir að Kimmel hafi leynt því hver hann væri og þannig platað Santos til að taka upp myndbönd og nota „félagslyndan“ persónuleika hans til að gera grín að sér. Undir fölsku nafni Eins og þekkt er var Santos sem var kallaður „lygni þingmaðurinn“, vikið af þingi undir lok síðasta árs, eftir að hann var ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Skömmu eftir að hann var kjörinn á þing árið 2022 fóru fregnir af ósannindum hans að berast. Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Santos heldur því fram að Kimmel hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum sent inn beiðnir í gegnum Cameo þar sem hann sagði ekki hver hann væri raunverulega og beðið hann um að taka upp skilaboð. Þessi skilaboð hafa svo verið sýnd í þætti Kimmel, undir yfirskriftinni: „Mun Santos segja það?“. Minnst fimm myndbönd hafa verið sýnd í þætti Kimmel. Í einu slíku myndbandi fékk Kimmel Santos til að óska meintum sigurvegara í nautakjötsátkeppni til hamingju með að hafa étið 2,7 kíló af nautahakki á hálftíma. Umrætt innslag hefst eftir um sex mínútur og fimmtíu sekúndir í myndbandinu hér að neðan. Í tölvupósti til blaðamanns AP fréttaveitunnar segir Robert Fantone, lögmaður Santos, að falskar beiðnir Kimmels á Cameo hafi verið fyndnar en hann hafi klárlega brotið lög. Santos fer fram á 750 þúsund dali í skaðabætur, hið minnsta, þar sem hann vill að frekari skaðabætur verði ákveðnar í réttarhöldum. 750 þúsund dalir samsvara rúmum hundrað milljónum króna. Bandaríkin Mál George Santos Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Það gerði Kimmel og starfsfólk hans í gegnum forritið Cameo, þar sem hægt er að greiða fólki fyrir taka upp myndbönd eftir ákveðnu handriti. Oft er þetta notað til að fá frægt fólk til að kasta kveðjum á vini og vandamenn. Í lögsókn Santos segir að Kimmel hafi leynt því hver hann væri og þannig platað Santos til að taka upp myndbönd og nota „félagslyndan“ persónuleika hans til að gera grín að sér. Undir fölsku nafni Eins og þekkt er var Santos sem var kallaður „lygni þingmaðurinn“, vikið af þingi undir lok síðasta árs, eftir að hann var ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Skömmu eftir að hann var kjörinn á þing árið 2022 fóru fregnir af ósannindum hans að berast. Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Santos heldur því fram að Kimmel hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum sent inn beiðnir í gegnum Cameo þar sem hann sagði ekki hver hann væri raunverulega og beðið hann um að taka upp skilaboð. Þessi skilaboð hafa svo verið sýnd í þætti Kimmel, undir yfirskriftinni: „Mun Santos segja það?“. Minnst fimm myndbönd hafa verið sýnd í þætti Kimmel. Í einu slíku myndbandi fékk Kimmel Santos til að óska meintum sigurvegara í nautakjötsátkeppni til hamingju með að hafa étið 2,7 kíló af nautahakki á hálftíma. Umrætt innslag hefst eftir um sex mínútur og fimmtíu sekúndir í myndbandinu hér að neðan. Í tölvupósti til blaðamanns AP fréttaveitunnar segir Robert Fantone, lögmaður Santos, að falskar beiðnir Kimmels á Cameo hafi verið fyndnar en hann hafi klárlega brotið lög. Santos fer fram á 750 þúsund dali í skaðabætur, hið minnsta, þar sem hann vill að frekari skaðabætur verði ákveðnar í réttarhöldum. 750 þúsund dalir samsvara rúmum hundrað milljónum króna.
Bandaríkin Mál George Santos Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira