Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 11:09 Abraham Lincoln þykir mestur og bestur forseta Bandaríkjanna. Getty Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. Efstir á lista voru Abraham Lincoln, Franklin D. Roosevelt, George Washington, Theodore Roosevelt og Thomas Jefferson. Líkt og fyrr segir varð Donald Trump í 45. sæti í könnuninni, á eftir óvinsælum forsetum á borð við James Buchanan, Franklin Pierce og Andrew Johnson. Samkvæmt New York Times hefur röðum forsetanna í könnuninni breyst í gegnum tíðina, líklega eftir áherslum hvers tíma. Til að mynda megi líklega rekja það til aukinnar áherslu á jöfnuð óháð litarhætti að Barack Obama færist upp um níu sæti í sjöunda sætið. Sömu sögu megi segja um Ulysses S. Grant, sem leiddi Norðurríkin til sigurs í Þrælastríðinu og barðist gegn Ku Klux Klan. Hann færðist einnig upp um níu sæti á listanum og situr í sautjánda sæti. Það þarf varla að koma á óvart að uppröðunin er afar ólík eftir því hvar sagnfræðingarnir skipa sér í flokk en meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins er Ronald Reagan í fimmta sæti, George H.W. Bush í ellefta sæti, Obama í fimmtánda sæti og Biden í 30. sæti. Þá setja stuðningsmenn Demókrataflokksins Regan í átjánda sæti, Bush í nítjánda sæti, Obama í sjötta sæti og Biden í þrettánda sæti. Mestur er skoðanamunurinn þegar kemur að George W. Bush, sem Repúblikanar setja í nítjánda sæti en Demókratar í 33. sæti. NY Times segir einnig vert að geta þess að lítill munur er á því hvar fræðamennirnir raða Bill Clinton en hann er í tíunda sæti meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins og tólfta sæti meðal stuðningsmanna Demókrataflokksins. Þetta má mögulega rekja til #metoo hreyfingarinnar og endurmats á arfleifð hans sem forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Efstir á lista voru Abraham Lincoln, Franklin D. Roosevelt, George Washington, Theodore Roosevelt og Thomas Jefferson. Líkt og fyrr segir varð Donald Trump í 45. sæti í könnuninni, á eftir óvinsælum forsetum á borð við James Buchanan, Franklin Pierce og Andrew Johnson. Samkvæmt New York Times hefur röðum forsetanna í könnuninni breyst í gegnum tíðina, líklega eftir áherslum hvers tíma. Til að mynda megi líklega rekja það til aukinnar áherslu á jöfnuð óháð litarhætti að Barack Obama færist upp um níu sæti í sjöunda sætið. Sömu sögu megi segja um Ulysses S. Grant, sem leiddi Norðurríkin til sigurs í Þrælastríðinu og barðist gegn Ku Klux Klan. Hann færðist einnig upp um níu sæti á listanum og situr í sautjánda sæti. Það þarf varla að koma á óvart að uppröðunin er afar ólík eftir því hvar sagnfræðingarnir skipa sér í flokk en meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins er Ronald Reagan í fimmta sæti, George H.W. Bush í ellefta sæti, Obama í fimmtánda sæti og Biden í 30. sæti. Þá setja stuðningsmenn Demókrataflokksins Regan í átjánda sæti, Bush í nítjánda sæti, Obama í sjötta sæti og Biden í þrettánda sæti. Mestur er skoðanamunurinn þegar kemur að George W. Bush, sem Repúblikanar setja í nítjánda sæti en Demókratar í 33. sæti. NY Times segir einnig vert að geta þess að lítill munur er á því hvar fræðamennirnir raða Bill Clinton en hann er í tíunda sæti meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins og tólfta sæti meðal stuðningsmanna Demókrataflokksins. Þetta má mögulega rekja til #metoo hreyfingarinnar og endurmats á arfleifð hans sem forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira