Heyrnartæki óheyrilega dýr á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2024 10:46 Kristján E. Guðmundsson hefur gert verðsamanburð á verði heyrnartækja á Íslandi og víðar. Honum brá, okur á verði slíkra tækja hér er með slíkum ósköpum. vísir/vilhelm Kristján E. Guðmundsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, hefur gert samanburði á verði heyrnartækja á Norðurlöndum og svo á Íslandi. Munurinn er sláandi. Hvað veldur er svo rannsóknarefni út af fyrir sig. Kristján er einn af fjölmörgum eldri borgurum sem þarf á heyrnartækjum að halda, en þeir eru vitaskuld fleiri en aðeins eldri borgarar sem þurfa að styðjast við þetta hjálpartæki. Hann þarf að endurnýja tækin á fimm ára fresti og óhætt er að segja um sé að ræða bita fyrir hvern sem er. „Já. ég hef verið að bera þetta saman. Kannski eðlilega en við erum að tala um útgjöld einkum hjá eldri borgurum sem þurfa á heyrnartækjum að halda. Verðmunurinn er svo hrikalegur að mér var fullkomlega ofboðið,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Um er að ræða um 400 þúsund króna mun Óhætt er að segja að um verulegan mun sé að ræða. Í Noregi eru þessi tæki að fullu niðurgreidd til þeirra sem eldri eru en sextugir, þar þurfa menn ekki að borga krónu og í Danmörku borga menn 15 prósent af kostnaði við tækin. Því er ekki að heilsa á Íslandi. Kristján hefur skoðað þessi mál. „Það eru náttúrlega mismunandi gerðir og verðlag en parið hér kostar um 650 þúsund krónur. Með niðurgreiðslu sjúkratrygginga, sem niðurgreiða tækin um 120 þúsund krónur kostar þetta um 538 þúsund krónur. Þessi sömu tæki kosta án niðurgreiðslu 290 þúsund krónur í Noregi, nákvæmlega sömu tækin þannig að við erum að tala um nálægt 400 þúsund króna mismun,“ segir Kristján. Þetta er hrikalegt dæmi en Kristján hefur legið í þessu og leitað skýringa. En engar finnast. Kristján hefur lagst yfir málið og verðsamanburðurinn er ekki beinlínis Íslandi hagstæður. „Það eru engir tollar á þessu. Í hverju liggur þetta ofboðslega okur hér á heyrnartækjum?“ Það sem svo setur enn strik í reikninginn fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki er að þeir þurfa að skipta þeim út á fimm ára fresti sem þýðir að um er að ræða umtalsverðan kostnað fyrir hvern þann sem þarf að styðjast við þessi tæki. Hætt er við því að margir freistist til að láta hjá líða að slá út fyrir þessu þegar svona er í pottinn búið og afleiðingarnar af slíku eru margvíslegar og engar jákvæðar. Einhver er að maka krókinn rækilega Kristján telur að um sé að ræða stærra mál en menn geti ímyndað sér í fljótu bragði. Hann hefur gert margvíslegan samanburð á verði heyrnartækja og munurinn er Íslandi verulega í óhag. Það mætti þess vegna bæta Bretlandi og Þýskalandi við í samanburðinn. „Ekkert skýrir þennan mikla verðmun nema þarna séu einhverjir aldeilis að maka krókinn. Ég skil þetta ekki, ég verð að segja alveg eins og er.“ Kristjáni dettur helst í hug að þetta okur sé verndað með lögum. Fjórir aðilar hafa leyfi til að selja þessi tæki á Íslandi. Þar bendi flest til verðsamráðs, að söluaðilar taki mið af verðstigi hver hjá öðrum. Annars væri þetta varla á sama planinu. Þeir sem vilja kaupa slík tæki úti í Noregi geta vitaskuld gert það en geta þá ekki nýtt sér sjúkratryggingarnar. En engu að síður kemur það út þannig að ekki þarf að greiða nema helming upphæðarinnar, sem er eins og áður segir biti fyrir fólk sem er ekki mjög fjáð. Óvíst er að margir hafi tök á því. Neytendur Eldri borgarar Sjúkratryggingar Noregur Danmörk Þýskaland Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Kristján er einn af fjölmörgum eldri borgurum sem þarf á heyrnartækjum að halda, en þeir eru vitaskuld fleiri en aðeins eldri borgarar sem þurfa að styðjast við þetta hjálpartæki. Hann þarf að endurnýja tækin á fimm ára fresti og óhætt er að segja um sé að ræða bita fyrir hvern sem er. „Já. ég hef verið að bera þetta saman. Kannski eðlilega en við erum að tala um útgjöld einkum hjá eldri borgurum sem þurfa á heyrnartækjum að halda. Verðmunurinn er svo hrikalegur að mér var fullkomlega ofboðið,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Um er að ræða um 400 þúsund króna mun Óhætt er að segja að um verulegan mun sé að ræða. Í Noregi eru þessi tæki að fullu niðurgreidd til þeirra sem eldri eru en sextugir, þar þurfa menn ekki að borga krónu og í Danmörku borga menn 15 prósent af kostnaði við tækin. Því er ekki að heilsa á Íslandi. Kristján hefur skoðað þessi mál. „Það eru náttúrlega mismunandi gerðir og verðlag en parið hér kostar um 650 þúsund krónur. Með niðurgreiðslu sjúkratrygginga, sem niðurgreiða tækin um 120 þúsund krónur kostar þetta um 538 þúsund krónur. Þessi sömu tæki kosta án niðurgreiðslu 290 þúsund krónur í Noregi, nákvæmlega sömu tækin þannig að við erum að tala um nálægt 400 þúsund króna mismun,“ segir Kristján. Þetta er hrikalegt dæmi en Kristján hefur legið í þessu og leitað skýringa. En engar finnast. Kristján hefur lagst yfir málið og verðsamanburðurinn er ekki beinlínis Íslandi hagstæður. „Það eru engir tollar á þessu. Í hverju liggur þetta ofboðslega okur hér á heyrnartækjum?“ Það sem svo setur enn strik í reikninginn fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki er að þeir þurfa að skipta þeim út á fimm ára fresti sem þýðir að um er að ræða umtalsverðan kostnað fyrir hvern þann sem þarf að styðjast við þessi tæki. Hætt er við því að margir freistist til að láta hjá líða að slá út fyrir þessu þegar svona er í pottinn búið og afleiðingarnar af slíku eru margvíslegar og engar jákvæðar. Einhver er að maka krókinn rækilega Kristján telur að um sé að ræða stærra mál en menn geti ímyndað sér í fljótu bragði. Hann hefur gert margvíslegan samanburð á verði heyrnartækja og munurinn er Íslandi verulega í óhag. Það mætti þess vegna bæta Bretlandi og Þýskalandi við í samanburðinn. „Ekkert skýrir þennan mikla verðmun nema þarna séu einhverjir aldeilis að maka krókinn. Ég skil þetta ekki, ég verð að segja alveg eins og er.“ Kristjáni dettur helst í hug að þetta okur sé verndað með lögum. Fjórir aðilar hafa leyfi til að selja þessi tæki á Íslandi. Þar bendi flest til verðsamráðs, að söluaðilar taki mið af verðstigi hver hjá öðrum. Annars væri þetta varla á sama planinu. Þeir sem vilja kaupa slík tæki úti í Noregi geta vitaskuld gert það en geta þá ekki nýtt sér sjúkratryggingarnar. En engu að síður kemur það út þannig að ekki þarf að greiða nema helming upphæðarinnar, sem er eins og áður segir biti fyrir fólk sem er ekki mjög fjáð. Óvíst er að margir hafi tök á því.
Neytendur Eldri borgarar Sjúkratryggingar Noregur Danmörk Þýskaland Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira