Dæmdur í fangelsi en finnst ekki Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 17:51 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa í Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og rán, með því að kýla mann á sextugsaldri í andlitið og ræna af honum síma og bíllyklum í félagi við annan mann. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands segir að óvíst sé um dvalarstað mannsins og ekki hafi tekist að birta honum fyrirkall. Greint var frá því í byrjun árs að maðurinn hefði verið ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið og tekið síma hans og bíllykla, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeini, bólgu, mar og þreifieymsli yfir kinnbeini og gagnauga og blæðingu við vinstra auga. Í ákæru, sem birt var í Lögbirtingarblaðinu, sagði að ránið hafi verið framið fyrir utan sumarbústað við Svignaskarð í Borgarbyggð í desember árið 2021. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki sótt þingfestingu málsins og því hefði útivistardómur verið kveðinn upp í því, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að félagi hans hafi hlotið dóm fyrir ránið þann 18. desember. Sá hlaut einnig sex mánaða skilorðsbundna fangelsisrefsingu. Þá segir að málsmeðferð málsins hefði dregist úr hömlu af ýmsum orsökum sem manninum yrði ekki kennt um. Refsing mannsins, sem sé með hreint sakavottorð, væri því ákveðin með hliðsjón af þessum töfum, sem fari í bága við meginreglu sakamálaréttarfars um hraða málsmeðferð og sé í andstöðu við stjórnarskrána. Sem áður segir var maðurinn dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og látin falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Engan sakarkostnað leiddi af rekstri málsins. Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Greint var frá því í byrjun árs að maðurinn hefði verið ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið og tekið síma hans og bíllykla, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeini, bólgu, mar og þreifieymsli yfir kinnbeini og gagnauga og blæðingu við vinstra auga. Í ákæru, sem birt var í Lögbirtingarblaðinu, sagði að ránið hafi verið framið fyrir utan sumarbústað við Svignaskarð í Borgarbyggð í desember árið 2021. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki sótt þingfestingu málsins og því hefði útivistardómur verið kveðinn upp í því, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að félagi hans hafi hlotið dóm fyrir ránið þann 18. desember. Sá hlaut einnig sex mánaða skilorðsbundna fangelsisrefsingu. Þá segir að málsmeðferð málsins hefði dregist úr hömlu af ýmsum orsökum sem manninum yrði ekki kennt um. Refsing mannsins, sem sé með hreint sakavottorð, væri því ákveðin með hliðsjón af þessum töfum, sem fari í bága við meginreglu sakamálaréttarfars um hraða málsmeðferð og sé í andstöðu við stjórnarskrána. Sem áður segir var maðurinn dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og látin falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Engan sakarkostnað leiddi af rekstri málsins.
Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira