Áfallið kalli á heildarendurskoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:18 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins. Meirihlutar fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til talsverðar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um uppkaup húsnæðis Grindvíkinga. Í álitunum, sem birt voru í gærkvöldi, kemur meðal annars fram að kostnaður ríkisins verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir - og þannig lagt til að ríkið megi taka 230 milljarða lán til að fjármagna uppkaupin í stað 200. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun fyrir fyrirhugaða lántöku. „Hvers vegna var ekki farin sú leið að fjármagna þessar aðgerðir til dæmis með sértækri skattheimtu. Hækkun fjármagnstekjuskatts, hvalrekaskatts, bankaskatts, svo við séum að taka nokkur dæmi um skatta sem gætu slegið á þensluna og þar með unnið með markmiðum ríkisstjórnarinnar um að vera eitthvað annað en í besta falli hlutlaus þegar kemur að því að tækla verðbólguna,“ sagði Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það vissulega rétt að það aðhald sem lagt var upp með í fjárlögum fyrir árið þurrkist út við uppkaupin, að óbreyttu. Aðgerðin kalli á endurskoðun. „Vegna þess að ef að við meinum það að við viljum vera með ríkisfjármálin þannig að þau styðji við verðbólgumarkmið seðlabankans og við náum árangri í því stóra verkefni sem við erum öll sammála um að vilja gera, þá mun það kalla á fórnir,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá innti Þórhildur Sunna ráðherra eftir því hvernig hægt væri að taka háar fjárhæðir úr náttúruhamfaratryggingasjóði við uppkaupin en tryggja um leið að gjaldþol stofnunarinnar líði fyrir það. „Er ekki verið að stefna framtíðarviðnámsþoli gagnvart náttúruhamförum í tvísýnu með því að koma svona fram við þennan sjóð sem ekki er ætlaður að bæta annað en það tjón sem verður af náttúruhamförum?“ spurði Þórhildur Sunna. Ráðherra sagði þetta enn í skoðun. „Ég tel nú að þetta áfall kalli á heildarendurskoðun á því hvernig við fjármögnum náttúruhamfarir. Við erum með ofanflóðasjóð, náttúruhamfaratryggingar og það er þarna gat með það tjón sem við stöndum frammi fyrir núna og við þurfum einfaldlega að endurskoða það heilt yfir,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Efnahagsmál Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Píratar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Meirihlutar fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til talsverðar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um uppkaup húsnæðis Grindvíkinga. Í álitunum, sem birt voru í gærkvöldi, kemur meðal annars fram að kostnaður ríkisins verði heldur meiri en áður var gert ráð fyrir - og þannig lagt til að ríkið megi taka 230 milljarða lán til að fjármagna uppkaupin í stað 200. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gagnrýndi stjórnvöld í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun fyrir fyrirhugaða lántöku. „Hvers vegna var ekki farin sú leið að fjármagna þessar aðgerðir til dæmis með sértækri skattheimtu. Hækkun fjármagnstekjuskatts, hvalrekaskatts, bankaskatts, svo við séum að taka nokkur dæmi um skatta sem gætu slegið á þensluna og þar með unnið með markmiðum ríkisstjórnarinnar um að vera eitthvað annað en í besta falli hlutlaus þegar kemur að því að tækla verðbólguna,“ sagði Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það vissulega rétt að það aðhald sem lagt var upp með í fjárlögum fyrir árið þurrkist út við uppkaupin, að óbreyttu. Aðgerðin kalli á endurskoðun. „Vegna þess að ef að við meinum það að við viljum vera með ríkisfjármálin þannig að þau styðji við verðbólgumarkmið seðlabankans og við náum árangri í því stóra verkefni sem við erum öll sammála um að vilja gera, þá mun það kalla á fórnir,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá innti Þórhildur Sunna ráðherra eftir því hvernig hægt væri að taka háar fjárhæðir úr náttúruhamfaratryggingasjóði við uppkaupin en tryggja um leið að gjaldþol stofnunarinnar líði fyrir það. „Er ekki verið að stefna framtíðarviðnámsþoli gagnvart náttúruhamförum í tvísýnu með því að koma svona fram við þennan sjóð sem ekki er ætlaður að bæta annað en það tjón sem verður af náttúruhamförum?“ spurði Þórhildur Sunna. Ráðherra sagði þetta enn í skoðun. „Ég tel nú að þetta áfall kalli á heildarendurskoðun á því hvernig við fjármögnum náttúruhamfarir. Við erum með ofanflóðasjóð, náttúruhamfaratryggingar og það er þarna gat með það tjón sem við stöndum frammi fyrir núna og við þurfum einfaldlega að endurskoða það heilt yfir,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra.
Efnahagsmál Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Píratar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira