Ný lögn í gegnum hraunið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 16:32 Vinna við að leggja lögnina í hrauninu gengur vel. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar Lokað er fyrir heitt vatn á Grindavík meðan unnið er að því að tengja hjáveitulögn í bæinn. Með lögninni tapast minna af heitu vatni og hægt er að auka þrýstinginn. Um 25 manns vinna að verkinu, sem gengur vel. Vinnan felst í því að leggja bráðabirgðahitaveituæð yfir hraunið sem rann í síðasta mánuði. Í það eru notaðir hlutar úr Grindavíkuræðinni sem var aflögð eftir eldgosið í janúar. „Við erum búnir að taka úr henni 300 metra bút, gera leið í gegnum hraunið og erum að leggja þá pípu niður og tengja við,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá EFLU. Verkið hafi gengið vel, en um 25 vinni að því. Jón Haukur Steingrímsson er jarðverkfræðingur hjá Eflu.Vísir/Ívar Þetta var flutt á staðinn í nokkuð löngum lengjum. Þetta eru fáar suður og þetta er aðallega þessi endafrágangur, tengingar við og svoleiðis, sem er málið í þessu núna. Og svo ein viðgerð aðeins neðar á pípunni sem var tekin í notkun í janúar. Heitt vatn hefur verið á Grindavík að undanförnu, en lítið af því og á litlum þrýstingi. „Þetta þýðir það að það tapast fyrir það fyrsta ekki eins mikið vatn út úr lögninni. Það verður meira vatn á kerfinu, bæði fyrir Grindavík og líka restina af Suðurnesjum. Svo í framhaldinu verður farið mjög rólega í að byggja upp þrýsting á kerfinu í bænum.“ Samhliða því þurfi píparar að fara aftur í hús í bænum, og stilla inntaksgrindur þannig að þær geti tekið við auknum þrýstingi á ný. „En það er í raun og veru öll næsta vika sem fer í að mjaka þrýstingnum upp og breyta stillingum í húsunum samhliða því,“ segir Jón Haukur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Vinnan felst í því að leggja bráðabirgðahitaveituæð yfir hraunið sem rann í síðasta mánuði. Í það eru notaðir hlutar úr Grindavíkuræðinni sem var aflögð eftir eldgosið í janúar. „Við erum búnir að taka úr henni 300 metra bút, gera leið í gegnum hraunið og erum að leggja þá pípu niður og tengja við,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá EFLU. Verkið hafi gengið vel, en um 25 vinni að því. Jón Haukur Steingrímsson er jarðverkfræðingur hjá Eflu.Vísir/Ívar Þetta var flutt á staðinn í nokkuð löngum lengjum. Þetta eru fáar suður og þetta er aðallega þessi endafrágangur, tengingar við og svoleiðis, sem er málið í þessu núna. Og svo ein viðgerð aðeins neðar á pípunni sem var tekin í notkun í janúar. Heitt vatn hefur verið á Grindavík að undanförnu, en lítið af því og á litlum þrýstingi. „Þetta þýðir það að það tapast fyrir það fyrsta ekki eins mikið vatn út úr lögninni. Það verður meira vatn á kerfinu, bæði fyrir Grindavík og líka restina af Suðurnesjum. Svo í framhaldinu verður farið mjög rólega í að byggja upp þrýsting á kerfinu í bænum.“ Samhliða því þurfi píparar að fara aftur í hús í bænum, og stilla inntaksgrindur þannig að þær geti tekið við auknum þrýstingi á ný. „En það er í raun og veru öll næsta vika sem fer í að mjaka þrýstingnum upp og breyta stillingum í húsunum samhliða því,“ segir Jón Haukur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira