Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 19:49 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fór yfir stöðu vopnahlésviðræðna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. Staðan á Gasasvæðinu er um þessar mundir hrikaleg og halda stöðugar loftárásir Ísraelshers áfram í suðurhluta Gasa þangað sem hundruðir þúsunda hafa flúið. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Loftárásir voru einnig gerðar á Rafaborg sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. Athugið að myndefni fréttarinnar hér fyrir neðan kann að vekja óhug. „Það er orðið mjög erfitt fyrir mannúðaraðstoð að koma inn. Bílstjórar fara þarna með vörubíla, almenningur er orðinn mjög örvæntingarfullur og fer að bílunum og tekur varninginn. Þannig að þeir eru farnir að hætta að vilja að fara þarna inn. Svo auðvitað er það erfitt því það er þarna enn þá stríðsástand,“ segir Magnea. Hún segir árangur viðræðna hanga á fangaskiptum. Enn séu fjörutíu ísraelskir gíslar í haldi frá áhlaupi Hamasliða í október í fyrra og er Ísrael með mörg þúsund palestínska pólitíska fanga í haldi. Til stendur að Hamas sleppi þessum fjörutíu gíslum í skiptum fyrir einhver hundruð pólitískra fanga. Magnea segir versnandi mannúðarástandið á svæðinu vera ein að lykilbreytum viðræðnanna fyrir fulltrúa Hamas þar sem fólk á Gasa er orðið örvæntingarfullt og saki Hamas um að bera ábyrgð. Magnea talaði líka um þau tvö mál Ísraels fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og segir að nýjar vendingar í máli sem var lagt fram langt fyrir þann örlagaríka sjöunda október gætu skipt sköpum. „Annars vegar er það mál Suður-Afríku í sambandi við brot á samningum um þjóðarmorð og hins vegar er mál frá palestínskum stjórnvöldum að skoða aðgerðir og stefnu í sambandi við hernámsríkisins Ísrael og hvort það sé brot á alþjóðalögum. Palestínumenn vilja í raun og veru að hernámið sé afhjúpað sem brot á alþjóðalögum,“ segir Magnea. Vitnaleiðslur í seinna málinu séu hafnar og standa fram á morgundaginn. 52 ríki og þrjár alþjóðastofnanir hafi lagt fram skriflegt álit. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Staðan á Gasasvæðinu er um þessar mundir hrikaleg og halda stöðugar loftárásir Ísraelshers áfram í suðurhluta Gasa þangað sem hundruðir þúsunda hafa flúið. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Loftárásir voru einnig gerðar á Rafaborg sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. Athugið að myndefni fréttarinnar hér fyrir neðan kann að vekja óhug. „Það er orðið mjög erfitt fyrir mannúðaraðstoð að koma inn. Bílstjórar fara þarna með vörubíla, almenningur er orðinn mjög örvæntingarfullur og fer að bílunum og tekur varninginn. Þannig að þeir eru farnir að hætta að vilja að fara þarna inn. Svo auðvitað er það erfitt því það er þarna enn þá stríðsástand,“ segir Magnea. Hún segir árangur viðræðna hanga á fangaskiptum. Enn séu fjörutíu ísraelskir gíslar í haldi frá áhlaupi Hamasliða í október í fyrra og er Ísrael með mörg þúsund palestínska pólitíska fanga í haldi. Til stendur að Hamas sleppi þessum fjörutíu gíslum í skiptum fyrir einhver hundruð pólitískra fanga. Magnea segir versnandi mannúðarástandið á svæðinu vera ein að lykilbreytum viðræðnanna fyrir fulltrúa Hamas þar sem fólk á Gasa er orðið örvæntingarfullt og saki Hamas um að bera ábyrgð. Magnea talaði líka um þau tvö mál Ísraels fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og segir að nýjar vendingar í máli sem var lagt fram langt fyrir þann örlagaríka sjöunda október gætu skipt sköpum. „Annars vegar er það mál Suður-Afríku í sambandi við brot á samningum um þjóðarmorð og hins vegar er mál frá palestínskum stjórnvöldum að skoða aðgerðir og stefnu í sambandi við hernámsríkisins Ísrael og hvort það sé brot á alþjóðalögum. Palestínumenn vilja í raun og veru að hernámið sé afhjúpað sem brot á alþjóðalögum,“ segir Magnea. Vitnaleiðslur í seinna málinu séu hafnar og standa fram á morgundaginn. 52 ríki og þrjár alþjóðastofnanir hafi lagt fram skriflegt álit.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira