Í tilkynningu á vef Veitna segir að heitavatnslaust verði fram eftir degi á Álftanesi. Þar er húseigendum bent á að huga að innanhússkerfum.
Íbúar eru beðnir um að skrúfa fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.
Þá segir í tilkynningu á vef Garðabæjar að vegna þessa hafi þurft að loka sundlauginni á Álftanesi klukkan 14.