„Skyndihjálp var veitt á vettvangi en ekki tókst að bjarga lífi mannanna tveggja. Borin hafa verið kennsl á mennina og nánustu aðstandendum verið tilkynnt andlátin,“ hefur Sermitsiaq.AG eftir lögreglunni á Grænlandi.
Mikið óveður hefur geysað á vesturströnd Grænlands sem hefur aukið hættuna á snjóflóðum. Fjölmennur hópur viðbragðsaðila og sjálfboðaliða tók þátt í leitinni í dag.
Áfallahjálparmiðstöð hefur verið sett á laggirnar í slökkvistöðinni í Nuuk fyrir aðstandendur.