Sakar yfirvöld um andvaraleysi gagnvart kókaínneyslu millistéttarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Borgarstjórar Rotterdam, Antwerpen og Hamborgar heimsóttu Ekvador á dögunum til að ræða fíkniefnasmygl við þarlend yfirvöld. epa/Jose Jacome Borgarstjóri Rotterdam í Hollandi sakar yfirvöld í Evrópu um að hafa sofnað á verðinum gagnvart notkun fíkniefna, sem hefði leitt til spillingar, ofbeldis og eymdar. Rotterdam er einn helsti farvegur eiturlyfja inn í Evrópu og borgarstjórinn Ahmed Aboutaleb segir andvaraleysi yfirvalda gagnvart notkun þeirra, þá ekki síst þegjandi samkomulag um að horfa framhjá kókaínnotkun millistéttarinnar, hafa leitt til ófremdarástands í fátækari hverfum Evrópu. Aboutaleb vill að yfirvöld taki harðar á notkun kókaíns en tilefni ummæla hans voru þrír lífstíðardómar sem kveðnir voru upp á dögunum í máli fíkniefnabarónsins Ridouan Taghi og samstarfsmanna hans. Borgarstjóri Amsterdam hefur kallað eftir því að reglur verði settar um sölu og notkun kókaíns til að grafa undan tekjum fíkniefnasala en Aboutaleb vill að yfirvöld einbeiti sér að því að koma í veg fyrir „tómstundanotkun“ millistéttarinnar. Aboutaleb segir yfirvöld hafa horft í gegnum fingur sér varðandi neyslu kókaíns, þar sem efnið sé meira notað af þeim sem séu hærra í samfélagsstiganum. „Og það er álitið minna alvarlegt, alveg eins og glæpir meðal þeirra hærra settu eru oft álitnir minna alvarlegir,“ segir hann. Einhvers konar sátt virðist ríkja um notkun kókaíns. Aboutaleb segir „föstudagsnotkun“ yfirstéttarinnar á efninu koma hart niður á ungu fólki í lægri stéttum samfélagsins. Borgaryfirvöld í Rotterdam réðust í fyrra í átak þar sem vakin var athygli á tengslum fíkniefnaneyslu og ofbeldis af hálfu og milli gengja. Lógó átaksins var líkkista skreytt krossi úr tveimur línum af kókaíni og slagorðið: „Þitt fix, hans dauði“. Aboutaleb segist ekki lengur getað lokað augunum gagnvart vandamálinu. Hann sé ekki að andmæla því að vissulega séu ýmsar kenningar uppi um hvaða leiðir skuli fara. „En ég vil ekki setja banana og epli og línu af kóki á sömu hillu, öll stimpluð af stjórnvöldum: „Allt í góðu“. Þá varar borgarstjórinn við þeirri stefnubreytingu að heimila notkun kannabis. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Holland Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Rotterdam er einn helsti farvegur eiturlyfja inn í Evrópu og borgarstjórinn Ahmed Aboutaleb segir andvaraleysi yfirvalda gagnvart notkun þeirra, þá ekki síst þegjandi samkomulag um að horfa framhjá kókaínnotkun millistéttarinnar, hafa leitt til ófremdarástands í fátækari hverfum Evrópu. Aboutaleb vill að yfirvöld taki harðar á notkun kókaíns en tilefni ummæla hans voru þrír lífstíðardómar sem kveðnir voru upp á dögunum í máli fíkniefnabarónsins Ridouan Taghi og samstarfsmanna hans. Borgarstjóri Amsterdam hefur kallað eftir því að reglur verði settar um sölu og notkun kókaíns til að grafa undan tekjum fíkniefnasala en Aboutaleb vill að yfirvöld einbeiti sér að því að koma í veg fyrir „tómstundanotkun“ millistéttarinnar. Aboutaleb segir yfirvöld hafa horft í gegnum fingur sér varðandi neyslu kókaíns, þar sem efnið sé meira notað af þeim sem séu hærra í samfélagsstiganum. „Og það er álitið minna alvarlegt, alveg eins og glæpir meðal þeirra hærra settu eru oft álitnir minna alvarlegir,“ segir hann. Einhvers konar sátt virðist ríkja um notkun kókaíns. Aboutaleb segir „föstudagsnotkun“ yfirstéttarinnar á efninu koma hart niður á ungu fólki í lægri stéttum samfélagsins. Borgaryfirvöld í Rotterdam réðust í fyrra í átak þar sem vakin var athygli á tengslum fíkniefnaneyslu og ofbeldis af hálfu og milli gengja. Lógó átaksins var líkkista skreytt krossi úr tveimur línum af kókaíni og slagorðið: „Þitt fix, hans dauði“. Aboutaleb segist ekki lengur getað lokað augunum gagnvart vandamálinu. Hann sé ekki að andmæla því að vissulega séu ýmsar kenningar uppi um hvaða leiðir skuli fara. „En ég vil ekki setja banana og epli og línu af kóki á sömu hillu, öll stimpluð af stjórnvöldum: „Allt í góðu“. Þá varar borgarstjórinn við þeirri stefnubreytingu að heimila notkun kannabis. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Holland Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira