Gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga viðhalda verðbólgunni Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2024 11:45 Nú bíða margir spenntir eftir því hvað Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og peningastefnunefnd Seðlabankans ákveða að gera í vaxtamálum eftir þrjár vikur. Vísir/Vilhelm Hækkun á gjaldskrám sveitarfélaga ræður mestu um að minna dróg úr verðbólgu í febrúar en vænst hafði verið. Verðbólga mælist nú 6,6 prósent. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er eftir þrjár vikur. Verðbólga hefur minnkaði um 0,1 prósentustig frá því í janúar. Bæði Hagdeild Landsbankans og Greining Íslandsbanka höfðu gert ráð fyrir að verðbólga myndi minnka um 0,6 prósentustig og verða 6,1 prósent í febrúar en ekki 6,6 prósent eins og raunin varð. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að líklega muni Seðlabankinn stíga varfærin skref til lækkunar vaxta á þessu ári.Íslandsbanki Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur Íslandsbanka segir vonbrigði að verðbólga hjaðnaði ekki meira. „Kannski smá ljós í myrkrinu að verðbólga hjaðnaði þó smávegis. Þrátt fyrir þessa hækkun (vísitölunnar) í febrúarmánuði,“ segir Bergþóra. Ekki þurfi að koma á óvart að lok útsala hefði töluverð áhrif á neysluvísitöluna í febrúar. Verð á fatnaði og skóm hækkaði um 8,4 prósent milli mánaða og verð á húsgögnum og heimilisúnaði hækkaði um 5,5 prósent. Þá koma hækkanir sveitarfélaga á gjaldskrám vegna sorhreinsunar, fráveitu og köldu vatni um 11 prósent að fullu fram í febrúarmælingunni. Þessar gjaldskrárhækkanir hafa verið gagnrýndar harðlega af verkalýðshreyfingunni sem hefur krafist þess að stór hluti þeirra verði dregin til baka til að styðja við hógværa kjarasamninga til fjögurra ára sem ætlað væri að minnka verðbólgu og lækka vexti. Þrír nefndarmanna í peningastefnunefnd studdu tillögu Ásgeirs Jónssonar formanns nefndarinnar um að halda vöxtum óbreyttum hinn 7. febrúar. Gunnar Jakobsson (t.h) vildi hins vegar lækka vextina um 0,25 prósentustig. Stöð 2/Ívar Fannar Annar vaxtaákvörðunar dagur Seðlabankans á þessu ári er hinn 20. mars eða eftir þrjár vikur. Meginvextir bankans hafa verið óbreyttir í 9,25 prósentum frá því í ágúst í fyrra. Við síðustu vaxtaákvörðun hinn 7. febrúar ákváðu fjórir nefndarmanna af fimm í peningastefnunefnd að halda vöxtunum óbreyttum. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi hins vegar lækka vextina um 0,25 prósentustig. Bergþóra segir bjartara yfir peningastefnunefndinni en oft áður samkvæmt fundargerð nefndarinnar. Þannig að þeir sem eru með húsnæðislán geta farið að láta sig dreyma um lækkun vaxta á næstu misserum? „Já, ef allt fer á besta veg. Bæði kjarasamningar og verðbólgan. Þá eru miklar líkur á lækkun vaxta alla vega á þessu ári. En til að hafa í huga þá verða það líklega mjög varfærin skref sem peningastefnunefnd Seðlabankans tekur. Hún fer örugglega ekki að lækka vexti mjög hratt niður heldur byrjar frekar rólega og sér hvernig áhrifin verða af því,“ segir Bergþóra Baldursdóttir. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Verðbólga hjaðnar lítillega Verðbólga mælist nú 6,6 prósent en hún var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33 prósent milli mánaða en verðbólgan hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2022. 28. febrúar 2024 09:11 Ásgeir seðlabankastjóri í fimm ár í viðbót Ásgeir Jónsson verður áfram seðlabankastjóri næstu fimm árin, til ársins 2029. Gerist það sjálfkrafa þar sem staðan verður ekki auglýst. 27. febrúar 2024 10:57 Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. 26. febrúar 2024 11:42 Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Verðbólga hefur minnkaði um 0,1 prósentustig frá því í janúar. Bæði Hagdeild Landsbankans og Greining Íslandsbanka höfðu gert ráð fyrir að verðbólga myndi minnka um 0,6 prósentustig og verða 6,1 prósent í febrúar en ekki 6,6 prósent eins og raunin varð. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að líklega muni Seðlabankinn stíga varfærin skref til lækkunar vaxta á þessu ári.Íslandsbanki Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur Íslandsbanka segir vonbrigði að verðbólga hjaðnaði ekki meira. „Kannski smá ljós í myrkrinu að verðbólga hjaðnaði þó smávegis. Þrátt fyrir þessa hækkun (vísitölunnar) í febrúarmánuði,“ segir Bergþóra. Ekki þurfi að koma á óvart að lok útsala hefði töluverð áhrif á neysluvísitöluna í febrúar. Verð á fatnaði og skóm hækkaði um 8,4 prósent milli mánaða og verð á húsgögnum og heimilisúnaði hækkaði um 5,5 prósent. Þá koma hækkanir sveitarfélaga á gjaldskrám vegna sorhreinsunar, fráveitu og köldu vatni um 11 prósent að fullu fram í febrúarmælingunni. Þessar gjaldskrárhækkanir hafa verið gagnrýndar harðlega af verkalýðshreyfingunni sem hefur krafist þess að stór hluti þeirra verði dregin til baka til að styðja við hógværa kjarasamninga til fjögurra ára sem ætlað væri að minnka verðbólgu og lækka vexti. Þrír nefndarmanna í peningastefnunefnd studdu tillögu Ásgeirs Jónssonar formanns nefndarinnar um að halda vöxtum óbreyttum hinn 7. febrúar. Gunnar Jakobsson (t.h) vildi hins vegar lækka vextina um 0,25 prósentustig. Stöð 2/Ívar Fannar Annar vaxtaákvörðunar dagur Seðlabankans á þessu ári er hinn 20. mars eða eftir þrjár vikur. Meginvextir bankans hafa verið óbreyttir í 9,25 prósentum frá því í ágúst í fyrra. Við síðustu vaxtaákvörðun hinn 7. febrúar ákváðu fjórir nefndarmanna af fimm í peningastefnunefnd að halda vöxtunum óbreyttum. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi hins vegar lækka vextina um 0,25 prósentustig. Bergþóra segir bjartara yfir peningastefnunefndinni en oft áður samkvæmt fundargerð nefndarinnar. Þannig að þeir sem eru með húsnæðislán geta farið að láta sig dreyma um lækkun vaxta á næstu misserum? „Já, ef allt fer á besta veg. Bæði kjarasamningar og verðbólgan. Þá eru miklar líkur á lækkun vaxta alla vega á þessu ári. En til að hafa í huga þá verða það líklega mjög varfærin skref sem peningastefnunefnd Seðlabankans tekur. Hún fer örugglega ekki að lækka vexti mjög hratt niður heldur byrjar frekar rólega og sér hvernig áhrifin verða af því,“ segir Bergþóra Baldursdóttir.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Verðbólga hjaðnar lítillega Verðbólga mælist nú 6,6 prósent en hún var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33 prósent milli mánaða en verðbólgan hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2022. 28. febrúar 2024 09:11 Ásgeir seðlabankastjóri í fimm ár í viðbót Ásgeir Jónsson verður áfram seðlabankastjóri næstu fimm árin, til ársins 2029. Gerist það sjálfkrafa þar sem staðan verður ekki auglýst. 27. febrúar 2024 10:57 Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. 26. febrúar 2024 11:42 Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35 Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Verðbólga hjaðnar lítillega Verðbólga mælist nú 6,6 prósent en hún var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33 prósent milli mánaða en verðbólgan hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2022. 28. febrúar 2024 09:11
Ásgeir seðlabankastjóri í fimm ár í viðbót Ásgeir Jónsson verður áfram seðlabankastjóri næstu fimm árin, til ársins 2029. Gerist það sjálfkrafa þar sem staðan verður ekki auglýst. 27. febrúar 2024 10:57
Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. 26. febrúar 2024 11:42
Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35
Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. 13. febrúar 2024 11:45