Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að frá miðnætti hafi mælst um 30 skjálftar við kvikuganginn í Sundhnúksgígaröðinni og í gær hafi þeir alls verið sextíu og fimm talsins. Enginn órói fylgir þessum skjálftum og því bíða menn enn eftir gosi á svæðinu.
Hinsvegar var töluverð virkni við Eiturhóla en Bjarki segir þó engin tengsl við atburðina á Reykjanesi. Annað hvort sé bara um eðlilega virkni að ræða á svæðinu, en einnig kemur til greina að niðurdæling vatns í tengslum við Hellisheiðarvirkjun hafi framkallað skjálftana. Það verði kannnað betur í dag.