„Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 08:01 Dagur Sigurðsson á ærið verk fyrir höndum en honum er ætlað að koma Króatíu aftur í fremstu röð. Instagram/@hrs_insta Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. Dagur skrifaði undir samning til fjögurra ára, eftir að hafa fengið sig lausan frá Japan, og þarf að hafa hraðar hendur í nýju starfi, hjá liði sem er í vissum öldudal. Eftir hálfan mánuð er nefnilega umspil um sæti á Ólympíuleikum, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti í París í sumar. „Þeir eru mjög spenntir. Ég er fyrsti erlendi þjálfarinn hjá þeim og þeir hafa skipt ört um þjálfara, þannig að ég er að fara í ljónagryfjuna. Þeir hafa skipt um þjálfara nánast á hálfs árs fresti síðustu árin. En þetta er mjög spennandi,“ segir Dagur í viðtali við Vísi. Króatar áttu mjög lengi lið í allra fremstu röð og hafa til að mynda unnið tvö ólympíugull (1996 og 2004), heimsmeistaratitil 2003 og alls 14 verðlaun á stórmótum, síðast brons á EM 2016. „Mér fannst mjög spennandi að komast í lið sem er með þessa hefð sem þeir hafa. Það hefur gengið illa síðustu árin en þeir eru með rosalega ástríðu. Þetta er fjögurra milljóna manna land og þeir eru ótrúlega vel inni í öllum íþróttum, ná ótrúlegum árangri miðað við fólksfjölda. Það er ótrúlega margt hérna sem tikkar í boxin hjá mér og svo finnst mér Króatía sem land mjög spennandi fyrir mig. Þetta styttir líka ferðalögin aðeins,“ segir Dagur sem ekki þarf lengur að ferðast yfir hálfan hnöttinn til móts við sitt lið. Fær þrjá daga með liðinu áður en barist verður um sæti á ÓL En pressan er mikil á honum, eins og fyrr segir: „Það verður nú eiginlega ekki til meiri pressa en fyrir fyrsta leik. Við spilum við Austurríki strax í umspili fyrir Ólympíuleika og ég fæ mannskapinn bara þremur dögum fyrir leik. Það tekur þá kannski pressuna aðeins af manni að geta ekki gert neitt, en það er gríðarleg pressa á að liðið komist á Ólympíuleikana. Ég nefndi það nú á blaðamannafundi að það eru margar góðar þjóðir sem eru ekki einu sinni í umspilinu, eins og Ísland til dæmis og Katar og fleiri. Það eru forréttindi að vera þó í þeirri stöðu. Svo verður ekki síðri pressa strax í janúar þegar heimsmeistaramótið fer að hluta til fram í Króatíu. Króatíska liðið kemur til með að spila sína leiki hér í Zagreb, í 15.000 manna höll þar sem að allt er vitlaust,“ segir Dagur. Líkt því þegar Dagur tók við Þýskalandi Dagur hefur áður þjálfað landslið Austurríkis, Þýskalands og Japans, og vakti mikla athygli með því að gera Þjóðverja að Evrópumeisturum og vinna brons með þeim á Ólympíuleikum, 2016. Hann sér margt líkt með stöðunni hjá Króatíu núna og þegar hann tók við Þýskalandi. Pogledajte ovu objavu na Instagramu. Objavu dijeli Hrvatski rukometni savez (@hrs_insta) „Þá var gullaldartímabili lokið og búið að vera hökt eftir það. Það eru leikmenn hérna sem eru á síðustu metrunum aldurslega, en á móti kemur að það eru feykilega öflugir strákar að koma upp sem eru rétt rúmlega tvítugir. Að mörgu leyti er því þetta ekkert ósvipuð staða og þegar ég tók við Þýskalandi. Svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta raðast saman. Byrjunin verður mjög mikilvæg, og hún verður mjög erfið því það eru nokkrir lykilmenn meiddir eftir Evrópumótið. Ég þarf því aðeins að púsla þessu saman án þess að hafa mikla reynslu af þeim. Það hefði verið mjög gott að fá 2-3 vikur í æfingar og 4-5 æfingaleiki. En þrír dagar verða bara að duga,“ segir Dagur. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Dagur skrifaði undir samning til fjögurra ára, eftir að hafa fengið sig lausan frá Japan, og þarf að hafa hraðar hendur í nýju starfi, hjá liði sem er í vissum öldudal. Eftir hálfan mánuð er nefnilega umspil um sæti á Ólympíuleikum, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti í París í sumar. „Þeir eru mjög spenntir. Ég er fyrsti erlendi þjálfarinn hjá þeim og þeir hafa skipt ört um þjálfara, þannig að ég er að fara í ljónagryfjuna. Þeir hafa skipt um þjálfara nánast á hálfs árs fresti síðustu árin. En þetta er mjög spennandi,“ segir Dagur í viðtali við Vísi. Króatar áttu mjög lengi lið í allra fremstu röð og hafa til að mynda unnið tvö ólympíugull (1996 og 2004), heimsmeistaratitil 2003 og alls 14 verðlaun á stórmótum, síðast brons á EM 2016. „Mér fannst mjög spennandi að komast í lið sem er með þessa hefð sem þeir hafa. Það hefur gengið illa síðustu árin en þeir eru með rosalega ástríðu. Þetta er fjögurra milljóna manna land og þeir eru ótrúlega vel inni í öllum íþróttum, ná ótrúlegum árangri miðað við fólksfjölda. Það er ótrúlega margt hérna sem tikkar í boxin hjá mér og svo finnst mér Króatía sem land mjög spennandi fyrir mig. Þetta styttir líka ferðalögin aðeins,“ segir Dagur sem ekki þarf lengur að ferðast yfir hálfan hnöttinn til móts við sitt lið. Fær þrjá daga með liðinu áður en barist verður um sæti á ÓL En pressan er mikil á honum, eins og fyrr segir: „Það verður nú eiginlega ekki til meiri pressa en fyrir fyrsta leik. Við spilum við Austurríki strax í umspili fyrir Ólympíuleika og ég fæ mannskapinn bara þremur dögum fyrir leik. Það tekur þá kannski pressuna aðeins af manni að geta ekki gert neitt, en það er gríðarleg pressa á að liðið komist á Ólympíuleikana. Ég nefndi það nú á blaðamannafundi að það eru margar góðar þjóðir sem eru ekki einu sinni í umspilinu, eins og Ísland til dæmis og Katar og fleiri. Það eru forréttindi að vera þó í þeirri stöðu. Svo verður ekki síðri pressa strax í janúar þegar heimsmeistaramótið fer að hluta til fram í Króatíu. Króatíska liðið kemur til með að spila sína leiki hér í Zagreb, í 15.000 manna höll þar sem að allt er vitlaust,“ segir Dagur. Líkt því þegar Dagur tók við Þýskalandi Dagur hefur áður þjálfað landslið Austurríkis, Þýskalands og Japans, og vakti mikla athygli með því að gera Þjóðverja að Evrópumeisturum og vinna brons með þeim á Ólympíuleikum, 2016. Hann sér margt líkt með stöðunni hjá Króatíu núna og þegar hann tók við Þýskalandi. Pogledajte ovu objavu na Instagramu. Objavu dijeli Hrvatski rukometni savez (@hrs_insta) „Þá var gullaldartímabili lokið og búið að vera hökt eftir það. Það eru leikmenn hérna sem eru á síðustu metrunum aldurslega, en á móti kemur að það eru feykilega öflugir strákar að koma upp sem eru rétt rúmlega tvítugir. Að mörgu leyti er því þetta ekkert ósvipuð staða og þegar ég tók við Þýskalandi. Svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta raðast saman. Byrjunin verður mjög mikilvæg, og hún verður mjög erfið því það eru nokkrir lykilmenn meiddir eftir Evrópumótið. Ég þarf því aðeins að púsla þessu saman án þess að hafa mikla reynslu af þeim. Það hefði verið mjög gott að fá 2-3 vikur í æfingar og 4-5 æfingaleiki. En þrír dagar verða bara að duga,“ segir Dagur.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða