Töldu stangirnar týndar á Íslandi og fengu Véstein í málið Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 14:30 Mondo Duplantis með eina af nýju stöngunum sem hann nýtti til að verða heimsmeistari. Vésteinn Hafsteinsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leit að stöngunum þegar þær týndust. Getty/Alex Pantling og Vísir/Sigurjón Sænski stangastökkvarinn Mondo Duplantis þurfti að plokka plastið af nýju stöngunum sínum rétt áður en hann hóf keppni á HM í frjálsum íþróttum í gær, eftir skrautlega atburðarás sem meðal annars tengdist Íslandi. Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Ýmir sneri aftur í góðum sigri Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira
Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Ýmir sneri aftur í góðum sigri Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira