Finnst verðlaunaféð á HM í frjálsum fáránlega lágt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2024 13:31 Josh Kerr hrósaði sigri í þrjátíu þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow. getty/Alex Pantling Heimsmeistaranum í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss finnst verðlaunaféð á HM í frjálsum íþróttum vera fáránlegt lágt og kallar eftir að aukinni fjárfestingu í greininni. Skotinn Josh Kerr stóð uppi sem sigurvegari í þrjú þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow um helgina. Fyrir sigurinn fékk hann fjörutíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúma fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það finnst Kerr alltof lág upphæð. Hann kveðst hrifinn af hugmyndum gömlu stjörnunnar Michaels Johnson um að setja frjálsíþróttadeild í Bandaríkjunum á laggirnar á næsta ári. „Smáatriðin eru ekki komin í ljós en hann er stór rödd, vill vera með ys og þys og það hljómar vel í mín eyru. Frá sjónarhóli íþróttamanna gefur þetta okkur möguleika og það er það sem við erum að leita eftir til að eiga í okkur og á og sýna okkur og sanna. Svo lengi sem það eru engin ólögleg lyf í spilinu,“ sagði Kerr. Eins og áður sagði fengu gullverðlaunahafar á HM fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé. Silfurverðlaunahafar fengu tuttugu þúsund Bandaríkjadali (2,8 milljónir íslenskra króna) og bronsverðlaunahafar tíu þúsund Bandaríkjadali (1,4 milljónir íslenskra króna). „Það er brjálæði miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Kerr. „Við erum heppin að hafa keppendur eins og Noah Lyles, Grant Halloway og Femke Bol; frábært íþróttafólk sem kemur hingað og gerir sitt. En þessar tölur eru lægri en þátttökuféð fyrir íþróttafólk í þessum gæðaflokki.“ Sádi-Arabar hafa gert sig gildandi í íþróttaheiminum undanfarin misseri og komið með aukið fjármagn inn í hann. Kerr er ekki mótfallinn sádi-arabískri fjárfestingu í frjálsum íþróttum. „Þetta er fín lína, eins og með LIV golfið, en ef fólk vill koma og fjárfesta í íþróttinni er það vel þegið,“ sagði Kerr. „Frjálsíþróttasambandið er að gera það sem það getur til að auka áhuga fjárfesta og auka áhorf. Það er það sem 2024 snýst um.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Skotinn Josh Kerr stóð uppi sem sigurvegari í þrjú þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow um helgina. Fyrir sigurinn fékk hann fjörutíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúma fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það finnst Kerr alltof lág upphæð. Hann kveðst hrifinn af hugmyndum gömlu stjörnunnar Michaels Johnson um að setja frjálsíþróttadeild í Bandaríkjunum á laggirnar á næsta ári. „Smáatriðin eru ekki komin í ljós en hann er stór rödd, vill vera með ys og þys og það hljómar vel í mín eyru. Frá sjónarhóli íþróttamanna gefur þetta okkur möguleika og það er það sem við erum að leita eftir til að eiga í okkur og á og sýna okkur og sanna. Svo lengi sem það eru engin ólögleg lyf í spilinu,“ sagði Kerr. Eins og áður sagði fengu gullverðlaunahafar á HM fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé. Silfurverðlaunahafar fengu tuttugu þúsund Bandaríkjadali (2,8 milljónir íslenskra króna) og bronsverðlaunahafar tíu þúsund Bandaríkjadali (1,4 milljónir íslenskra króna). „Það er brjálæði miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Kerr. „Við erum heppin að hafa keppendur eins og Noah Lyles, Grant Halloway og Femke Bol; frábært íþróttafólk sem kemur hingað og gerir sitt. En þessar tölur eru lægri en þátttökuféð fyrir íþróttafólk í þessum gæðaflokki.“ Sádi-Arabar hafa gert sig gildandi í íþróttaheiminum undanfarin misseri og komið með aukið fjármagn inn í hann. Kerr er ekki mótfallinn sádi-arabískri fjárfestingu í frjálsum íþróttum. „Þetta er fín lína, eins og með LIV golfið, en ef fólk vill koma og fjárfesta í íþróttinni er það vel þegið,“ sagði Kerr. „Frjálsíþróttasambandið er að gera það sem það getur til að auka áhuga fjárfesta og auka áhorf. Það er það sem 2024 snýst um.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira