Síðasta verk Nóbelsverðlaunahafans gefið út gegn hans eigin óskum Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2024 23:54 Gabriel García Márquez hlaut nóbelverðlaunin í bókmenntum árið 1982. Hans frægustu verk eru Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar. EPA Síðasta skáldsaga kolumbíska Nóbelsverðlaunahafans, Gabriel García Márquez, Until August, sem mætti útleggja sem Þangað til í ágúst, verður gefin út að honum látnum og gegn óskum hans. „Hann sagði mér hreint út að ég ætti að eyðileggja skáldsöguna,“ segir Gonzalo García Barcha, sonur rithöfundarins við New York Times. Þar segir að á síðustu æviárum García Márquez hafi hann reynt að leggja lokahönd á söguna sem fjallar um kynlíf giftrar miðaldra konu. Höfundurinn er sagður hafa átt við söguna í mörg ár, á meðan hann glímdi til að mynda við elliglöp og minnisleysi, en hann gafst upp á endanum og ákvað að bókin skyldi ekki gerð aðgengileg almenningi. Eftir sátu 796 blaðsíður sem hafa safnað ryki frá andláti García Márquez, sem lést 87 ára gamall árið 2014, þangað til synir hans ákváðu að ganga á bak orða sinna og gefa skáldsöguna út. Á síðasta ári fengu synirnir ritstjórann Cristóbal Pera, sem hafði unnið með föður þeirra, í verkið. Until August var til í fimm útgáfum og því var vandasamt verk fyrir höndum, að búa til eina heildstæða skáldsögu úr þessum fimm. Þar að auki fékk hann eitt skilyrði: ekki mátti nota stakkt orð sem García Márquez hafði ekki skrifað sjálfur. Fram kemur í umfjöllun New York Post að margt hafi verið ólíkt í þessum fimm útgáfum. Til að mynda var aldur aðalsöguhetjunnar á reyki og stundum var einn elskandi hennar með yfirvaraskegg og stundum ekki. Synir García Márquez segja að með útgáfu Until August verði allra síðasta verk föður þeirra gefið út. Nóbelsverðlaunahafinn hafi vissulega gert margar útgáfur af fyrri verkum sínum, en hann hafi verið óhræddur við að eyða þeim útgáfum sem ekki voru gefnar út. Hann vildi ekki að þær yrðu grandskoðaðar síðar. Þeir segja að það sé á meðal ástæðanna fyrir því að þeir hafi ákveðið að gefa þessa síðustu skáldsögu út. „Þá verður ekkert annað eftir í borðskúffunni.“ Á meðal frægustu skáldsagna García Márquez eru Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar. Guðbergur Bergsson þýddi bæði verkin yfir á íslensku. Bókmenntir Nóbelsverðlaun Bókaútgáfa Kólumbía Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Hann sagði mér hreint út að ég ætti að eyðileggja skáldsöguna,“ segir Gonzalo García Barcha, sonur rithöfundarins við New York Times. Þar segir að á síðustu æviárum García Márquez hafi hann reynt að leggja lokahönd á söguna sem fjallar um kynlíf giftrar miðaldra konu. Höfundurinn er sagður hafa átt við söguna í mörg ár, á meðan hann glímdi til að mynda við elliglöp og minnisleysi, en hann gafst upp á endanum og ákvað að bókin skyldi ekki gerð aðgengileg almenningi. Eftir sátu 796 blaðsíður sem hafa safnað ryki frá andláti García Márquez, sem lést 87 ára gamall árið 2014, þangað til synir hans ákváðu að ganga á bak orða sinna og gefa skáldsöguna út. Á síðasta ári fengu synirnir ritstjórann Cristóbal Pera, sem hafði unnið með föður þeirra, í verkið. Until August var til í fimm útgáfum og því var vandasamt verk fyrir höndum, að búa til eina heildstæða skáldsögu úr þessum fimm. Þar að auki fékk hann eitt skilyrði: ekki mátti nota stakkt orð sem García Márquez hafði ekki skrifað sjálfur. Fram kemur í umfjöllun New York Post að margt hafi verið ólíkt í þessum fimm útgáfum. Til að mynda var aldur aðalsöguhetjunnar á reyki og stundum var einn elskandi hennar með yfirvaraskegg og stundum ekki. Synir García Márquez segja að með útgáfu Until August verði allra síðasta verk föður þeirra gefið út. Nóbelsverðlaunahafinn hafi vissulega gert margar útgáfur af fyrri verkum sínum, en hann hafi verið óhræddur við að eyða þeim útgáfum sem ekki voru gefnar út. Hann vildi ekki að þær yrðu grandskoðaðar síðar. Þeir segja að það sé á meðal ástæðanna fyrir því að þeir hafi ákveðið að gefa þessa síðustu skáldsögu út. „Þá verður ekkert annað eftir í borðskúffunni.“ Á meðal frægustu skáldsagna García Márquez eru Hundrað ára einsemd og Ást á tímum kólerunnar. Guðbergur Bergsson þýddi bæði verkin yfir á íslensku.
Bókmenntir Nóbelsverðlaun Bókaútgáfa Kólumbía Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira