Ráðstefnan stendur frá klukkan 9 til 12:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi að neðan.
Í tilkynningu segir að á ráðstefnunni séu konur í fyrsta sæti.
„Konur í stjórnum félaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun. Rætt verður um helstu áskoranir sem konur í íþróttum standa frammi fyrir og þau tækifæri sem þeim bjóðast. Við ræðum um mikilvægi þess að konur séu áberandi í forystu í íþróttahreyfingunni. Á það við um þátttöku í stjórnum íþróttafélaga, í ráðum og nefndum, dómgæslu eða þjálfun á afreksstigi,“ segir í tilkynningunni.
Dagskrá:
Setning ráðstefnunnar
Olga Bjarnadóttir, annar varaforseti ÍSÍ
Eru einhverjar áskoranir kvenna í forystu íþrótta?
Viðar Halldórsson félagsfræðingur
Ferðalagið innan knattspyrnuheimsins
Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ
Tækifæri til að hafa áhrif
Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands
Pallborðsumræður
Að fóta sig í karllægum heimi
Bríet Bragadóttir, alþjóðlegur knattspyrnudómari
Segðu já!
Erna Héðinsdóttir, dæmir á ÓL í París í lyftingum
Mikilvægi dómgæslu í íþróttum
Hlín Bjarnadóttir, dæmir á Ól í áhaldafimleikum
Að breyta leiknum
Hulda Mýrdal, Heimavöllurinn
Hvað borðið þið eiginlega?
Díana Guðjónsdóttir handboltaþjálfari
Að þjálfa konur vs karla, er einhver munur?
Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari
Hagsmunasamtök kvenna í knattspyrnu (HKK)
Lára Hafliðadóttir situr í stjórn HKK
Hvað gerum við nú – stutt rafræn samantekt
Áfram veginn!
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ