Væntingar á Íslandi geti verið „út úr korti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 08:01 Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar. Getty/Maja Hitij Handboltagoðsögnin Alfreð Gíslason hrífst af því sem Snorri Steinn Guðjónsson er að gera með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir hins vegar kröfur íslensks almennings til liðsins hvern janúar vera út úr korti. Miklar væntingar voru gerðar til íslenska karlalandsliðsins fyrir EM í janúar en liðið endaði í tíunda sæti mótsins og missti af sæti í Ólympíuumspili. Þrátt fyrir vonbrigðaárangur segir Alfreð mikið búa í íslenska hópnum. „Ég verð að segja eins og er að íslenska liðið er með mikla breidd í heildina. Við [íslenska landsliðið] höfum verið með svolitla veikleika á línunni og í marki en það hefur alltaf lagast. Það var mjög góð markvarsla hjá Íslandi í þessari keppni,“ „Útispilaralínan hjá Íslandi er náttúrulega virkilega góð í breiddina og mun meiri heldur en hjá okkur [þýska landsliðinu], til dæmis,“ segir Alfreð. Hrifinn af Snorra sem nýtir breiddina betur en Gummi Snorri Steinn Guðjónsson var að stýra Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti en Alfreði líst vel á Snorra og segir hann einmitt nýta umrædda breidd betur en forveri hans í starfi. „Snorri, sem nýr þjálfari, kom inn með aðra línu. Ég verð að segja að mér fannst Snorri gera mjög vel. Hann rúllar mun meira á breiddinni heldur en Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari] gerði til dæmis. En það tekur smá tíma fyrir alla að stilla sig inn á þetta,“ segir Alfreð. Stutt á milli í þessu Það er stutt á milli á stórmótum sem þessum og kröfur almennings er á meðal þátta sem geta haft áhrif á gengi liðsins. Það hafi þó ekki mikið þurft til að Ísland færi lengra á mótinu. Alfreð líst vel á Snorra Stein sem var á sínu fyrsta stórmóti með landsliðið.VÍSIR/VILHELM „Kröfurnar á Íslandi hafa alltaf verið svolítið út úr kortinu. En maður sér það í þessari keppni að það eru bara smáatriði. Það munar einum leik. ísland var nálægt því að vinna leik á móti okkur, til dæmis. Einn svoleiðis leikur getur snúið svona móti. Og það voru aðrir svona leikir hjá Íslandi,“ „Ég hefði alveg getað spáð Íslandi, og gerði það held ég meira að segja, að þeir ættu góðan séns í undanúrslitin. Það var ekkert svo langt frá því,“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til íslenska karlalandsliðsins fyrir EM í janúar en liðið endaði í tíunda sæti mótsins og missti af sæti í Ólympíuumspili. Þrátt fyrir vonbrigðaárangur segir Alfreð mikið búa í íslenska hópnum. „Ég verð að segja eins og er að íslenska liðið er með mikla breidd í heildina. Við [íslenska landsliðið] höfum verið með svolitla veikleika á línunni og í marki en það hefur alltaf lagast. Það var mjög góð markvarsla hjá Íslandi í þessari keppni,“ „Útispilaralínan hjá Íslandi er náttúrulega virkilega góð í breiddina og mun meiri heldur en hjá okkur [þýska landsliðinu], til dæmis,“ segir Alfreð. Hrifinn af Snorra sem nýtir breiddina betur en Gummi Snorri Steinn Guðjónsson var að stýra Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti en Alfreði líst vel á Snorra og segir hann einmitt nýta umrædda breidd betur en forveri hans í starfi. „Snorri, sem nýr þjálfari, kom inn með aðra línu. Ég verð að segja að mér fannst Snorri gera mjög vel. Hann rúllar mun meira á breiddinni heldur en Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari] gerði til dæmis. En það tekur smá tíma fyrir alla að stilla sig inn á þetta,“ segir Alfreð. Stutt á milli í þessu Það er stutt á milli á stórmótum sem þessum og kröfur almennings er á meðal þátta sem geta haft áhrif á gengi liðsins. Það hafi þó ekki mikið þurft til að Ísland færi lengra á mótinu. Alfreð líst vel á Snorra Stein sem var á sínu fyrsta stórmóti með landsliðið.VÍSIR/VILHELM „Kröfurnar á Íslandi hafa alltaf verið svolítið út úr kortinu. En maður sér það í þessari keppni að það eru bara smáatriði. Það munar einum leik. ísland var nálægt því að vinna leik á móti okkur, til dæmis. Einn svoleiðis leikur getur snúið svona móti. Og það voru aðrir svona leikir hjá Íslandi,“ „Ég hefði alveg getað spáð Íslandi, og gerði það held ég meira að segja, að þeir ættu góðan séns í undanúrslitin. Það var ekkert svo langt frá því,“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira