Leikurinn gat vart verið meiri spennandi en á endanum höfðu Martin og félagar betur, naumlega þó Martin skoraði 5 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Alba er í 3. sæti deildarinnar með 15 sigra eftir 20 leiki.
Elvar Már Friðriksson og félagar í PAOK máttu þola tap gegn Kolossos Rhodes í efstu deild Grikklands í dag, lokatölur 95-79 Rhodes í vil. Elvar Már átti líkt og svo oft áður frábæran leik. Hann skoraði 20 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 3 fráköst. PAOK er í 8. sæti með 8 sigra í 20 leikjum.
Á Spáni skoraði Tryggvi Snær Hlinason tvö stig í tapi Bilbao gegn Granada á útivelli, lokatölur 87-79. Bilbao er í 12. sæti með 9 sigra í 24 leikjum.