Segir átökin munu vara fjórar til átta vikur til viðbótar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 07:56 Netanyahu á bæði í stríði á Gasa og heima fyrir en hörð mótmæli hafa brotist út í Tel Aviv og víðar þar sem kallað er eftir kosningum og frelsun gíslana í haldi Hamas. AP/Ariel Schalit Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað þeirri staðhæfingu Joe Biden Bandaríkjaforseta að aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa séu að gera þeim meiri skaða en þau eru að hjálpa þeim. Biden sagði í samtali við MSNBC um helgina að Netanyahu þyrfti að vera meðvitaður um þá saklausu borgara sem væru að láta lífið í aðgerðum Ísraelshers og að afstaða hans væri skaðleg hagsmunum ríkisins. Netanyahu skaut hins vegar til baka í viðtali við Politico í gær og sagði forsetann hafa rangt fyrir sér ef hann væri að meina að hann, Netanyahu, væri að framfylgja eiginhagsmunastefnu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og gegn hagsmunum Ísrael. Biden sagði í viðtalinu við MSNBC að yfirvofandi innrás Ísraelsmanna inn í Rafah væri „rauð lína“ í augum Bandaríkjamanna en ítrekaði hins vegar á sama tíma að hann myndi aldrei „yfirgefa Ísrael“. Þrátt fyrir „skilyrðislausan“ stuðning Bandaríkjanna við Ísrael eru stjórnvöld vestanhafs augljóslega orðin þreytt á framgöngu Ísraelsmanna og vilja sjá fyrir endann á átökunum. Þá hafa þau kallað eftir því að Ísraelsmenn upplýsi hvað þeir sjá fyrir sér á Gasa eftir að aðgerðum þeirra lýkur.AP/Manuel Balce Ceneta Netanyahu sætir miklum þrýstingi úr öllum áttum; frá harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn sem vilja hrekja Palestínumenn frá Gasa, frá almenningi sem krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi og frá bandamönnum sem eru að missa þolinmæðina gagnvart því hörmungarástands sem hefur skapast á Gasa. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja að minnsta kosti 31 þúsund manns hafa látið lífið í aðgerðum Ísraelsmanna en í viðtalinu við Politico sagði Netanyahu að þar af væru að minnsta kosti 13 þúsund vígamenn Hamas-samtakanna. Forsætisráðherrann sagðist spá því að átökin myndu standa yfir í um tvo mánuði til viðbótar; kannski sex vikur, kannski fjórar. Þá sagði hann að þegar markmiðinu væri náð; að útrýma Hamas, væri það síðasta sem Ísraelsmenn ættu að gera að fela Palestínsku heimastjórninni yfirráð yfir Gasa. Hún væri ábyrg fyrir því að ala börn upp við hryðjuverkastarfsemi og fjármagnaði hryðjuverk. Netanyahu sagðist njóta stuðnings þjóðar sinnar gegn því að palestínsku ríki væri „troðið ofan í kokið“ á Ísrael. Guardian greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Biden sagði í samtali við MSNBC um helgina að Netanyahu þyrfti að vera meðvitaður um þá saklausu borgara sem væru að láta lífið í aðgerðum Ísraelshers og að afstaða hans væri skaðleg hagsmunum ríkisins. Netanyahu skaut hins vegar til baka í viðtali við Politico í gær og sagði forsetann hafa rangt fyrir sér ef hann væri að meina að hann, Netanyahu, væri að framfylgja eiginhagsmunastefnu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og gegn hagsmunum Ísrael. Biden sagði í viðtalinu við MSNBC að yfirvofandi innrás Ísraelsmanna inn í Rafah væri „rauð lína“ í augum Bandaríkjamanna en ítrekaði hins vegar á sama tíma að hann myndi aldrei „yfirgefa Ísrael“. Þrátt fyrir „skilyrðislausan“ stuðning Bandaríkjanna við Ísrael eru stjórnvöld vestanhafs augljóslega orðin þreytt á framgöngu Ísraelsmanna og vilja sjá fyrir endann á átökunum. Þá hafa þau kallað eftir því að Ísraelsmenn upplýsi hvað þeir sjá fyrir sér á Gasa eftir að aðgerðum þeirra lýkur.AP/Manuel Balce Ceneta Netanyahu sætir miklum þrýstingi úr öllum áttum; frá harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn sem vilja hrekja Palestínumenn frá Gasa, frá almenningi sem krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi og frá bandamönnum sem eru að missa þolinmæðina gagnvart því hörmungarástands sem hefur skapast á Gasa. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja að minnsta kosti 31 þúsund manns hafa látið lífið í aðgerðum Ísraelsmanna en í viðtalinu við Politico sagði Netanyahu að þar af væru að minnsta kosti 13 þúsund vígamenn Hamas-samtakanna. Forsætisráðherrann sagðist spá því að átökin myndu standa yfir í um tvo mánuði til viðbótar; kannski sex vikur, kannski fjórar. Þá sagði hann að þegar markmiðinu væri náð; að útrýma Hamas, væri það síðasta sem Ísraelsmenn ættu að gera að fela Palestínsku heimastjórninni yfirráð yfir Gasa. Hún væri ábyrg fyrir því að ala börn upp við hryðjuverkastarfsemi og fjármagnaði hryðjuverk. Netanyahu sagðist njóta stuðnings þjóðar sinnar gegn því að palestínsku ríki væri „troðið ofan í kokið“ á Ísrael. Guardian greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira