Hvað þarf marga giggara til að skipta um ljósaperu? Alfreð 12. mars 2024 08:32 Giggó appinu er ætlað að hjálpa fólki að finna fagmenn, sérfræðinga, skemmtikrafta o.fl. í afmörkuð verkefni. Við ráðum flest við að skipta um ljósaperu án þess að kalla til fagmann. En það er ekki alltaf grín að skipta um peru þar sem hátt er til lofts. Með Giggó má redda faglegri aðstoð við allt frá einföldum peruskiptum til þess að hanna lýsingu á stórum vinnustað. Giggó – nýtt app úr smiðju Alfreðs Alfreð ehf. byrjaði þetta ár með því að setja í loftið nýtt app sem ber hið skemmtilega nafn Giggó. Appinu er ætlað að hjálpa fólki að finna fagmenn, sérfræðinga, skemmtikrafta o.fl. í afmörkuð verkefni. „Við höfum hingað til sérhæft okkur í að tengja saman fólk og fyrirtæki í leit að föstum starfskrafti,“ segir Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs. „En við sáum að það vantaði samskonar lausn fyrir sjálfstætt starfandi giggara. Þaðan kom hugmyndin að Giggó og nú er appið komið í notkun.“ Anna Katrín Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Alfreðs sem setti nýlega appið Giggó í loftið. „Stjórnendur fyrirtækja vita að það getur kostað tíma og fyrirhöfn að fá sérfræðiaðstoð í aðkallandi verkefni.“ Giggó er markaðstorg þar sem einstaklingar, húsfélög, félagasamtök og fyrirtæki geta auglýst eftir faglegri aðstoð þegar á þarf að halda. Anna Katrín telur að Giggó muni nýtast fyrirtækjum, stjórnendum og mannauðsstjórum vel til að redda sérfræðiaðstoð, iðnaðarmönnum eða skemmtikrafti fyrir árshátíð og svo mætti lengi telja. „Stjórnendur fyrirtækja vita að það getur kostað tíma og fyrirhöfn að fá sérfræðiaðstoð í aðkallandi verkefni.“ Smáauglýsing á Giggó nær hins vegar á augabragði til giggara með þá hæfni sem óskað er eftir. Mannauðsstjórar munu geta treyst á Giggó til að finna t.d. ráðgjafa, sérfræðinga og fyrirlesara. Giggó ætti einnig að vera staðalútbúnaður hjá t.d. skemmtinefndum og öðrum sem þurfa að halda utan um viðburði og samkomur. Vinna með styttri fyrirvara Sú var tíðin að besta leiðin til að finna iðnaðarmann var að fletta upp í Gulu síðunum. Fólk hafði um fáa aðra kosti að velja en allir vissu þó hvar væri best að byrja. Undanfarin ár hafa menn reynt að leita uppi faglega aðstoð á samfélagsmiðlum með misgóðum árangri. „Okkur hefur sárlega vantað skýran upphafsreit til að finna allskonar fagfólk í afmörkuð verkefni. Giggó er snjallari útgáfa af Gulu síðunum og margfalt skilvirkari en aðrir kostir sem bjóðast í dag,“ segir Anna Katrín. „Við hönnun appsins höfum við lagt áherslu á að gera það einfalt og þægilegt í notkun. Það kostar ekkert að sækja appið og skrá sig og til að byrja með verður ókeypis að auglýsa.“ „Við hönnun appsins höfum við lagt áherslu á að gera það einfalt og þægilegt í notkun. Það kostar ekkert að sækja appið og skrá sig og til að byrja með verður ókeypis að auglýsa.“ Smáauglýsing á Giggó nær á ljóshraða til fagfólks með þá hæfni sem óskað er eftir. Áhugasamir giggarar gera tilboð í verkefnið og í appinu er síðan samið um verð og tímasetningar. Í hönnun Giggó er innbyggt gæðakerfi þar sem kaupendur gefa stjörnur að verki loknu. Út frá stjörnugjöf og umsögnum sést fljótt hvaða giggurum er best treystandi. Einfalt að auglýsa giggið Anna Katrín segir að þótt það sé einfalt að búa til auglýsingu á Giggó þá sé mikilvægt að lýsa verkefninu sem best. „Það skiptir máli að velja réttu töggin. Skýr og góð verklýsing þar sem merkt er við þá hæfni sem verkið krefst hjálpar Giggó að finna rétta aðilann í verkefnið.“ Um leið og auglýsingin fer í loftið þá sendir Giggó skilaboð til fagmanna sem passa við verkefnið. Þeir sjá auglýsinguna, lesa verkbeiðnina og gera tilboð í verkið ef tími þeirra og aðstæður leyfa. Vorverkin, árshátíðir og fermingarnar Vorið er á næsta leiti og það er spennandi að sjá hvaða áhrif það hefur á giggin sem auglýst verða á Giggó. „Við hlökkum til að sjá hvaða gigg koma inn með vorinu,“ segir Anna Katrín – „ekki bara vorhreingerningar, garðvinna og Sorpuferðirnar sem því fylgja heldur einnig árshátíðir félaga og fyrirtækja, fermingarnar og svo öll þau sem eru að plana brúðkaup eða ættarmót í sumar.“ Giggið skapar ný tækifæri Gigg-hagkerfið er nýtt tækifæri fyrir fólk sem kýs fremur þann lífstíl og sér það betri kost en fasta launavinnu. Að mati Önnu á þetta jafnt við á Íslandi sem erlendis. „Við vitum að fleiri og fleiri kjósa að stjórna eigin vinnutíma og velja sér verkefni á eigin forsendum.“ Anna telur að fleiri séu farin að sjá kosti þess að vinna sjálfstætt og velji það fremur en að vera í föstu starfi. Giggó er frábær vettvangur fyrir sjálfstætt starfandi verktaka, sérfræðinga, skemmtikrafta og aðra giggara sem vilja lifa af hæfileikum sínum og sérþekkingu. Frábærar viðtökur frá fyrsta degi Frá því að appinu var hleypt af stokkunum hefur fjöldi fagfólks skráð sig og afgreitt sín fyrstu gigg. „Giggó fékk strax frábærar viðtökur,“ segir Anna Katrín. „Nú þegar hafa meira en tvö þúsund giggarar með fjölbreytta reynslu, bakgrunn og hæfni skráð sig og nýir bætast í hópinn á hverjum degi.“ Með Giggó hafa iðnaðarmenn, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi giggarar á öllum sviðum atvinnulífsins spennandi vettvang til að afla sér verkefna á eigin forsendum. „Við sjáum fyrir okkur að Giggó muni á næstu árum gjörbreyta landslaginu að þessu leyti. Í stað þess ónæðis sem oft fylgir því að vera giggari, þegar verið er að hringja og óska eftir þjónustu í tíma og ótíma, þá fá giggarar tilkynningu um gigg sem gæti hentað þeim. Þeir geta þá skoðað auglýsinguna og ákveðið hvort þeir svara því eða ekki eftir því hvort þeir hafa tíma og áhuga.“ Íslenska gigg-vorið er rétt að hefjast og því er um að gera að skrá sig núna, annað hvort sem giggara eða til að setja inn ókeypis smáauglýsingu næst þegar þú vilt koma hlutunum í verk. Fáðu nánari upplýsingar á giggo.is Atvinnurekendur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Giggó – nýtt app úr smiðju Alfreðs Alfreð ehf. byrjaði þetta ár með því að setja í loftið nýtt app sem ber hið skemmtilega nafn Giggó. Appinu er ætlað að hjálpa fólki að finna fagmenn, sérfræðinga, skemmtikrafta o.fl. í afmörkuð verkefni. „Við höfum hingað til sérhæft okkur í að tengja saman fólk og fyrirtæki í leit að föstum starfskrafti,“ segir Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs. „En við sáum að það vantaði samskonar lausn fyrir sjálfstætt starfandi giggara. Þaðan kom hugmyndin að Giggó og nú er appið komið í notkun.“ Anna Katrín Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Alfreðs sem setti nýlega appið Giggó í loftið. „Stjórnendur fyrirtækja vita að það getur kostað tíma og fyrirhöfn að fá sérfræðiaðstoð í aðkallandi verkefni.“ Giggó er markaðstorg þar sem einstaklingar, húsfélög, félagasamtök og fyrirtæki geta auglýst eftir faglegri aðstoð þegar á þarf að halda. Anna Katrín telur að Giggó muni nýtast fyrirtækjum, stjórnendum og mannauðsstjórum vel til að redda sérfræðiaðstoð, iðnaðarmönnum eða skemmtikrafti fyrir árshátíð og svo mætti lengi telja. „Stjórnendur fyrirtækja vita að það getur kostað tíma og fyrirhöfn að fá sérfræðiaðstoð í aðkallandi verkefni.“ Smáauglýsing á Giggó nær hins vegar á augabragði til giggara með þá hæfni sem óskað er eftir. Mannauðsstjórar munu geta treyst á Giggó til að finna t.d. ráðgjafa, sérfræðinga og fyrirlesara. Giggó ætti einnig að vera staðalútbúnaður hjá t.d. skemmtinefndum og öðrum sem þurfa að halda utan um viðburði og samkomur. Vinna með styttri fyrirvara Sú var tíðin að besta leiðin til að finna iðnaðarmann var að fletta upp í Gulu síðunum. Fólk hafði um fáa aðra kosti að velja en allir vissu þó hvar væri best að byrja. Undanfarin ár hafa menn reynt að leita uppi faglega aðstoð á samfélagsmiðlum með misgóðum árangri. „Okkur hefur sárlega vantað skýran upphafsreit til að finna allskonar fagfólk í afmörkuð verkefni. Giggó er snjallari útgáfa af Gulu síðunum og margfalt skilvirkari en aðrir kostir sem bjóðast í dag,“ segir Anna Katrín. „Við hönnun appsins höfum við lagt áherslu á að gera það einfalt og þægilegt í notkun. Það kostar ekkert að sækja appið og skrá sig og til að byrja með verður ókeypis að auglýsa.“ „Við hönnun appsins höfum við lagt áherslu á að gera það einfalt og þægilegt í notkun. Það kostar ekkert að sækja appið og skrá sig og til að byrja með verður ókeypis að auglýsa.“ Smáauglýsing á Giggó nær á ljóshraða til fagfólks með þá hæfni sem óskað er eftir. Áhugasamir giggarar gera tilboð í verkefnið og í appinu er síðan samið um verð og tímasetningar. Í hönnun Giggó er innbyggt gæðakerfi þar sem kaupendur gefa stjörnur að verki loknu. Út frá stjörnugjöf og umsögnum sést fljótt hvaða giggurum er best treystandi. Einfalt að auglýsa giggið Anna Katrín segir að þótt það sé einfalt að búa til auglýsingu á Giggó þá sé mikilvægt að lýsa verkefninu sem best. „Það skiptir máli að velja réttu töggin. Skýr og góð verklýsing þar sem merkt er við þá hæfni sem verkið krefst hjálpar Giggó að finna rétta aðilann í verkefnið.“ Um leið og auglýsingin fer í loftið þá sendir Giggó skilaboð til fagmanna sem passa við verkefnið. Þeir sjá auglýsinguna, lesa verkbeiðnina og gera tilboð í verkið ef tími þeirra og aðstæður leyfa. Vorverkin, árshátíðir og fermingarnar Vorið er á næsta leiti og það er spennandi að sjá hvaða áhrif það hefur á giggin sem auglýst verða á Giggó. „Við hlökkum til að sjá hvaða gigg koma inn með vorinu,“ segir Anna Katrín – „ekki bara vorhreingerningar, garðvinna og Sorpuferðirnar sem því fylgja heldur einnig árshátíðir félaga og fyrirtækja, fermingarnar og svo öll þau sem eru að plana brúðkaup eða ættarmót í sumar.“ Giggið skapar ný tækifæri Gigg-hagkerfið er nýtt tækifæri fyrir fólk sem kýs fremur þann lífstíl og sér það betri kost en fasta launavinnu. Að mati Önnu á þetta jafnt við á Íslandi sem erlendis. „Við vitum að fleiri og fleiri kjósa að stjórna eigin vinnutíma og velja sér verkefni á eigin forsendum.“ Anna telur að fleiri séu farin að sjá kosti þess að vinna sjálfstætt og velji það fremur en að vera í föstu starfi. Giggó er frábær vettvangur fyrir sjálfstætt starfandi verktaka, sérfræðinga, skemmtikrafta og aðra giggara sem vilja lifa af hæfileikum sínum og sérþekkingu. Frábærar viðtökur frá fyrsta degi Frá því að appinu var hleypt af stokkunum hefur fjöldi fagfólks skráð sig og afgreitt sín fyrstu gigg. „Giggó fékk strax frábærar viðtökur,“ segir Anna Katrín. „Nú þegar hafa meira en tvö þúsund giggarar með fjölbreytta reynslu, bakgrunn og hæfni skráð sig og nýir bætast í hópinn á hverjum degi.“ Með Giggó hafa iðnaðarmenn, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi giggarar á öllum sviðum atvinnulífsins spennandi vettvang til að afla sér verkefna á eigin forsendum. „Við sjáum fyrir okkur að Giggó muni á næstu árum gjörbreyta landslaginu að þessu leyti. Í stað þess ónæðis sem oft fylgir því að vera giggari, þegar verið er að hringja og óska eftir þjónustu í tíma og ótíma, þá fá giggarar tilkynningu um gigg sem gæti hentað þeim. Þeir geta þá skoðað auglýsinguna og ákveðið hvort þeir svara því eða ekki eftir því hvort þeir hafa tíma og áhuga.“ Íslenska gigg-vorið er rétt að hefjast og því er um að gera að skrá sig núna, annað hvort sem giggara eða til að setja inn ókeypis smáauglýsingu næst þegar þú vilt koma hlutunum í verk. Fáðu nánari upplýsingar á giggo.is
Atvinnurekendur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira