Brynja Dan vill aðgerðir gegn rasisma Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 14:31 Brynja Dan segir Ísland einstaklega einsleitt samfélag en það sé sem betur fer að breytast. Hún hefur sent innviðaráðherra fyrirspurn um hvernig fræðslu um hatursorðræðu er háttað í sveitarfélögum og allra ráðherra um fræðslu í sínum ráðuneytum. Brynja Dan Gunnarsdóttir Framsóknarflokki kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins þar sem hún sagði rasisma hafa náð áður óþekktum hæðum. Brynja hóf mál sitt á því að lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir því að aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu hefði ekki náð fram að ganga á síðasta þingi. En það þýði hins vegar ekki að ráðuneytin og sveitarfélögin geti ekki farið í fræðslu fyrir sína starfsmenn um þessi mál. Umræðan náð nýrri lægð Því hefur Brynja lagt fram fyrirspurnir til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fræðslu hjá sveitarfélögum og svo til allra ráðherra um hvernig fræðslu sé háttað innan þeirra ráðuneyta. Þess má geta að Sigurður Ingi hefur reynslu af slíkum málum frá fyrstu hendi. En aftur að ræðu Brynju sem féll í afar góðan jarðveg í þingsalnum. Hún spurði af hverju hún væri að tala um þetta núna? Og svaraði sér sjálf: „Jú, því mér fannst umræðan ná nýrri lægð síðustu vikurnar. Ég vil einhvern veginn aldrei setja sjálfa mig inn í þessa jöfnu. En það er víst þannig að minn veruleiki er að einhverju leyti annar en ykkar flestra. Ég á til að mynda önnur samtöl við barnið mitt en þið flest sem hérna sitjið. Ég bý við forréttindastöðu þegar kemur að mörgu en ég finn sterkt í ýmsum aðstæðum að ég er oft ein, eina ein af mjög fáum með annan húðlit. Ísland er einstaklega einsleitt samfélag. En það er sem betur fer að breytast.“ Hrósaði Menntaskólanum á Laugavatni sérstaklega Brynja sagði að það væri sérdeilis frábært ef öll sveitarfélög væru með verklag, forvarnir og aðgerðaráætlun þegar upp kemur rasismi í skólum, leikskólum, innan íþróttahreyfingarinnar eða annars staðar í samfélaginu. Það myndi veita öryggi, traust og utanumhald fyrir jaðarsetta hópa. „Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“ Þá hrósaði Brynja sérstaklega Menntaskólanum að Laugarvatni. „Fyrir afdráttarlausa afstöðu og vönduð vinnubrögð í síðustu viku þegar mál af þessum toga kom upp,“ sagði Brynja og uppskar heyr, heyr, heyr úr þingsal. Framsóknarflokkurinn Tjáningarfrelsi Kynþáttafordómar Alþingi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Brynja hóf mál sitt á því að lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir því að aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu hefði ekki náð fram að ganga á síðasta þingi. En það þýði hins vegar ekki að ráðuneytin og sveitarfélögin geti ekki farið í fræðslu fyrir sína starfsmenn um þessi mál. Umræðan náð nýrri lægð Því hefur Brynja lagt fram fyrirspurnir til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fræðslu hjá sveitarfélögum og svo til allra ráðherra um hvernig fræðslu sé háttað innan þeirra ráðuneyta. Þess má geta að Sigurður Ingi hefur reynslu af slíkum málum frá fyrstu hendi. En aftur að ræðu Brynju sem féll í afar góðan jarðveg í þingsalnum. Hún spurði af hverju hún væri að tala um þetta núna? Og svaraði sér sjálf: „Jú, því mér fannst umræðan ná nýrri lægð síðustu vikurnar. Ég vil einhvern veginn aldrei setja sjálfa mig inn í þessa jöfnu. En það er víst þannig að minn veruleiki er að einhverju leyti annar en ykkar flestra. Ég á til að mynda önnur samtöl við barnið mitt en þið flest sem hérna sitjið. Ég bý við forréttindastöðu þegar kemur að mörgu en ég finn sterkt í ýmsum aðstæðum að ég er oft ein, eina ein af mjög fáum með annan húðlit. Ísland er einstaklega einsleitt samfélag. En það er sem betur fer að breytast.“ Hrósaði Menntaskólanum á Laugavatni sérstaklega Brynja sagði að það væri sérdeilis frábært ef öll sveitarfélög væru með verklag, forvarnir og aðgerðaráætlun þegar upp kemur rasismi í skólum, leikskólum, innan íþróttahreyfingarinnar eða annars staðar í samfélaginu. Það myndi veita öryggi, traust og utanumhald fyrir jaðarsetta hópa. „Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“ Þá hrósaði Brynja sérstaklega Menntaskólanum að Laugarvatni. „Fyrir afdráttarlausa afstöðu og vönduð vinnubrögð í síðustu viku þegar mál af þessum toga kom upp,“ sagði Brynja og uppskar heyr, heyr, heyr úr þingsal.
Framsóknarflokkurinn Tjáningarfrelsi Kynþáttafordómar Alþingi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira